Jóhann Þ. Jósefsson

Jóhann Þ. Jósefsson

Þingseta

Alþingismaður Vestmanneyinga 1923–1959 (Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Fjármála- og sjávarútvegsmálaráðherra 1947–1949, sjávarútvegs-, samgöngu- og iðnaðarmálaráðherra 1949–1950.

Forseti efri deildar 1942, forseti neðri deildar 1942–1943. 1. varaforseti efri deildar 1942.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Vestmannaeyjum 17. júní 1886, dáinn 15. maí 1961. Foreldrar: Jósef Valdason, kjörsonur (fæddur 6. maí 1848, dáinn 12. janúar 1887) skipstjóri þar og kona hans Guðrún Þorkelsdóttir (fædd 10. janúar 1844, dáin 14. október 1919) húsmóðir. Maki 1 (15. október 1915): Svanhvít Ólafsdóttir (fædd 3. nóvember 1893, dáin 13. ágúst 1916) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Arinbjarnarson og kona hans Sigríður Eyþórsdóttir. Maki 2 (22. maí 1920): Magnea Dagmar Þórðardóttir (fædd 10. október 1901, dáin 2. júlí 1990) húsmóðir. Foreldrar: Þórður Helgi Þórðarson og kona hans Veronika Einarsdóttir. Börn Jóhanns og Magneu: Svana Guðrún (1921), Ágústa (1922), Ólafur (1928). Dóttir Jóhanns og Ingveldar Jónsdóttur (fædd 11. nóvember 1889, dáin 27. apríl 1913): Unnur (1911).

Rak verslun og útgerð í Vestmannaeyjum í félagi við Gunnar Ólafsson kaupmann og alþingismanns (og fyrst í stað einnig Pétur J. Thorsteinsson frá Bíldudal) 1909–1955. Búsettur í Reykjavík frá 1935 og hafði þar umboðsverslun um skeið. Skipaður 4. febrúar 1947 fjármála- og sjávarútvegsmálaráðherra, lausn 2. nóvember 1949, en gegndi störfum til 6. desember. Skipaður 6. desember 1949 sjávarútvegs-, samgöngu- og iðnaðarmálaráðherra, lausn 2. mars 1950, en gegndi störfum til 14. mars. Framkvæmdastjóri Samlags skreiðarframleiðenda frá stofnun þess 1953 til ársloka 1960.

Bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum 1918–1938. Stofnaði með öðrum Lifrarsamlag Vestmannaeyja 1933 og Björgunarfélag Vestmannaeyja, átti sæti í stjórn frá byrjun og var framkvæmdastjóri meðan félagið átti Þór. Þýskur vararæðismaður í Vestmannaeyjum frá 1919. Fulltrúi ríkisstjórnarinnar við verslunarsamninga í Þýskalandi 1931, 1932, 1933, 1934, 1935, 1938 og 1939. Í stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda frá stofnun þess. Í síldarútvegsnefnd um skeið (kosinn af útgerðarmönnum 1938). Formaður nýbyggingarráðs 1944–1947. Í milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum 1931–1932. Í landsbankanefnd 1938–1944. Fulltrúi á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins í Dublin 1950, fulltrúi á þingi Evrópuráðsins frá 1950 til æviloka, fulltrúi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1954 og 1955.

Alþingismaður Vestmanneyinga 1923–1959 (Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Fjármála- og sjávarútvegsmálaráðherra 1947–1949, sjávarútvegs-, samgöngu- og iðnaðarmálaráðherra 1949–1950.

Forseti efri deildar 1942, forseti neðri deildar 1942–1943. 1. varaforseti efri deildar 1942.

Æviágripi síðast breytt 17. nóvember 2017.

Áskriftir