Jón Þorláksson

Jón Þorláksson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1921–1926, landskjörinn alþingismaður 1926–1934 (Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Fjármálaráðherra 1924–1926, forsætis- og fjármálaráðherra 1926–1927.

Æviágrip

Fæddur í Vesturhópshólum 3. mars 1877, dáinn 20. mars 1935. Foreldrar: Þorlákur Þorláksson (fæddur 28. mars 1849, dánn 22. nóvember 1908) bóndi og hreppstjóri þar og kona hans Margrét Jónsdóttir (fædd 27. nóvember 1835, dáin 15. september 1927) húsmóðir. Maki (10. ágúst 1904): Ingibjörg Claessen (fædd 13. desember 1878, dáin 7. ágúst 1970) húsmóðir. Foreldrar: Jean Valgard van Deurs Claessen og 1. kona hans Kristín Eggertsdóttir Briem. Kjördætur: Anna Margrét (1915), Elín Kristín (1920).

Stúdentspróf Lsk. 1897. Verkfræðipróf Kaupmannahöfn 1903.

Starfaði á vegum landsstjórnarinnar að rannsóknum á byggingarefnum og húsagerð hér á landi 1903–1905. Landsverkfræðingur 1905–1917. Rak sjálfstæða verkfræðiskrifstofu ásamt byggingarvöruverslun í Reykjavík 1917–1923, en frá 1923 til æviloka byggingarvöruverslun í félagi við Óskar Norðmann. Skipaður 22. mars 1924 fjármálaráðherra, settur 6. júlí 1926 jafnframt forsætisráðherra í stað Jóns Magnússonar, sem látist hafði 23. júní. Skipaður 8. júlí 1926 forsætis- og fjármálaráðherra, lausn 28. júlí 1927, en gegndi störfum til 28. ágúst. Kosinn 30. desember 1932 borgarstjóri í Reykjavík frá 1. janúar 1933 að telja og gegndi því starfi til æviloka.

Skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík frá stofnun hans 1904–1911, stundakennari 1916–1917. Formaður Verkfræðingafélags Íslands 1912–1914 og 1922–1924. Formaður milliþinganefndar til undirbúnings Flóaáveitunni 1916–1917. Í milliþinganefnd um vatnamál (fossanefndinni) 1918–1920. Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1906–1908 og 1910–1922, forseti 1920–1922. Formaður Íhaldsflokksins 1924–1929, Sjálfstæðisflokksins 1929–1934. Í landsbankanefnd 1928–1935.

Alþingismaður Reykvíkinga 1921–1926, landskjörinn alþingismaður 1926–1934 (Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Fjármálaráðherra 1924–1926, forsætis- og fjármálaráðherra 1926–1927.

Samdi rit og greinar um verkfræði og þjóðfélagsmál. Um hann er bókin Jón Þorláksson forsætisráðherra eftir Hannes Hólmstein Gissurarson (1992).

Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

Áskriftir