Jón Þorsteinsson

Jón Þorsteinsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1959–1971 (Alþýðuflokkur).

1. varaforseti efri deildar 1965–1971.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akureyri 21. febrúar 1924, dáinn 17. september 1994. Foreldrar: Þorsteinn Jónsson (fæddur 24. desember 1881, dáinn 25. apríl 1966) verkamaður þar og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir (fædd 17. júlí 1894, dáin 2. maí 1977) húsmóðir. Maki (12. ágúst 1950): Jónína Sigríður Sigfúsdóttir Bergmann (fædd 17. desember 1929, dáin 8. nóvember 2021) húsmóðir. Foreldrar: Sigfús Bergmann og kona hans Emilía Jónsdóttir. Synir: Sigfús (1951), Jóhannes Gísli (1963), Þorsteinn (1964), Jón Gunnar (1968).

Stúdentspróf MA 1944. Lögfræðipróf HÍ 1949. Hdl. 1950. Hrl. 1973.

Fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum sumarið 1949. Fluttist til Akureyrar haustið 1949 og rak þar málaflutningsskrifstofu til 1955. Starfsmaður Alþýðusambands Íslands í Reykjavík 1955–1960. Rak málaflutningsskrifstofu í Reykjavík 1960–1963 og aftur frá 1971 til æviloka. Dómari í Félagsdómi 1986–1994. Dómari í Kjaradómi 1991–1993.

Í miðstjórn Alþýðuflokksins 1958–1972. Skipaður 1959 í nefnd til að undirbúa löggjöf um samningsrétt opinberra starfsmanna og 1960 í endurskoðunarnefnd skattalaga. Í stjórn Íslenskrar endurtryggingar 1961–1972, í kjaranefnd 1962–1973, í samninganefnd ríkisins um launakjör ríkisstarfsmanna 1962–1966. Málflytjandi ríkisins fyrir kjaradómi 1963–1972. Skipaður 1964 í nefnd til athugunar á menntunarkröfum og atvinnuréttindum vélstjóra. Kosinn 1964 í áfengismálanefnd. Formaður framkvæmdanefndar byggingaráætlunar 1965–1969. Skip. 1966 í nefnd til að semja frumvarp um framleiðnisjóð landbúnaðarins, í stjórn sjóðsins 1966–1971. Skipaður 1968 í nefnd til að athuga ýmsa þætti landbúnaðarmála. Í yfirnefnd um verðlagsgrundvöll landbúnaðarins 1968 og 1975. Sat í mörgum sáttanefndum í kjaradeilum á árunum 1975–1980. Formaður nefndar sem skipuð var af Hæstarétti 1986 til að rannsaka viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips hf. Formaður umsjónarnefndar fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu 1989–1993.

Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1959–1971 (Alþýðuflokkur).

1. varaforseti efri deildar 1965–1971.

Æviágripi síðast breytt 22. nóvember 2021.

Áskriftir