Jósef Halldór Þorgeirsson

Jósef Halldór Þorgeirsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Vesturlands) 1978–1983 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akranesi 16. júlí 1936, dáinn 23. september 2008. Foreldrar: Þorgeir Jósefsson (fæddur 12. júlí 1902, dáinn 21. júní 1992) forstjóri og kona hans Svanlaug Sigurðardóttir (fædd 2. júlí 1902, dáin 5. janúar 1996) húsmóðir. Maki (15. mars 1959) Þóra Björk Kristinsdóttir (fædd 3. mars 1936) hjúkrunarfræðingur. Foreldrar: Kristinn Stefánsson og kona hans Sigríður Pálsdóttir. Synir: Þorgeir (1959), Benjamín (1961), Ellert Kristinn (1968).

Stúdentspróf MA 1956. Lögfræðipróf HÍ 1963. Nám í Dartmouth College í Bandaríkjunum 1956–1957. Hdl. 1992.

Starfaði við Dráttarbraut Akraness og vélsmiðjuna Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi og eftir sameiningu þeirra hjá Þorgeiri og Ellerti hf. 1963–1978. Hefur rekið lögfræðiskrifstofu á Akranesi 1963–1964 og síðan 1991. Framkvæmdastjóri hjá Þorgeiri og Ellerti hf. 1983–1991. Deildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1995.

Formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta 1958–1959. Bæjarfulltrúi á Akranesi 1966–1982, í bæjarráði 1974–1978. Í stjórn Íslenska járnblendifélagsins hf. 1975–1979. Í stjórn Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar frá 1979. Fulltrúi Íslands á fundum þingmannanefndar EFTA 1980–1982. Formaður húsafriðunarnefndar Akraness 1980–1982. Formaður Félags dráttarbrauta og skipasmiðja 1985–1991. Formaður Sambands málm- og skipasmiðja 1986–1989. Í framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands Íslands 1987–1990.

Landskjörinn alþingismaður (Vesturlands) 1978–1983 (Sjálfstæðisflokkur).

Ritstjóri: Framtak (1959, 1962 og 1971–1981). Snæfell (1959).

Æviágripi síðast breytt 5. mars 2020.

Áskriftir