Jörundur Brynjólfsson

Jörundur Brynjólfsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1916–1919 (Alþýðuflokkur), alþingismaður Árnesinga 1923–1956 (Framsóknarflokkur).

Forseti neðri deildar 1931–1942 og 1943–1945, forseti sameinaðs þings 1953–1956. 2. varaforseti neðri deildar 1928–1929, 1. varaforseti neðri deildar 1930, 1. varaforseti sameinaðs þings 1948–1949 og 1950–1953.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Starmýri í Álftafirði eystra 21. febrúar 1884, dáinn 3. desember 1979. Foreldrar: Brynjólfur Jónsson (fæddur 23. nóvember 1844, dáinn 6. desember 1913) bóndi þar og kona hans Guðleif Guðmundsdóttir (fædd 28. ágúst 1852, dáin 2. september 1948) húsmóðir. Maki 1 (20. október 1910): Þjóðbjörg Þórðardóttir (fædd 20. október 1889, dáin 4. júní 1969) kennari. Þau skildu. Foreldrar: Þórður Narfason og kona hans Guðrún Jóhannsdóttir. Maki 2 (7. febrúar 1954): Guðrún Helga Dalmannsdóttir (fædd 7. september 1892, dáin 24. júlí 1968) húsmóðir. Foreldrar: Dalmann Ármannsson og kona hans Steinunn Stefánsdóttir. Börn Jörundar og Þjóðbjargar: Guðrún (1911), Haukur (1913), Guðrún (1916), Guðleif (1916), Þórður (1922), Auður (1923). Sonur Jörundar og Guðrúnar: Gaukur (1934). Dóttir Jörundar og Ingiríðar Guðmundsdóttur: Unnur (1929).

Búfræðipróf Hvanneyri 1906. Kennarapróf KÍ 1909. Nám í kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn 1911–1912.

Kennari í Nesjahreppi 1907–1908, við barnaskólann í Reykjavík 1909–1919. Bóndi í Múla í Biskupstungum 1919–1922, í Skálholti 1922–1948 og í Kaldaðarnesi í Flóa 1948–1963.

Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1916–1919. Skipaður 1917 í verðlagsnefnd og kosinn í bjargráðanefnd. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna, síðar ríkisreikninganna 1917–1925 og 1937–1963. Kosinn 1927 í milliþinganefnd í landbúnaðarmálum. Skipaður 1929 í endurskoðunarnefnd laga um veiði í vötnum og ám. Kosinn 1933 í launamálanefnd og 1942 í raforkumálanefnd. Í stjórn Veiðifélags Árnesinga 1950–1976, formaður frá 1958. Í Norðurlandaráði 1953–1954.

Alþingismaður Reykvíkinga 1916–1919 (Alþýðuflokkur), alþingismaður Árnesinga 1923–1956 (Framsóknarflokkur).

Forseti neðri deildar 1931–1942 og 1943–1945, forseti sameinaðs þings 1953–1956. 2. varaforseti neðri deildar 1928–1929, 1. varaforseti neðri deildar 1930, 1. varaforseti sameinaðs þings 1948–1949 og 1950–1953.

Ritstjóri: Unga Ísland (1916–1918).

Æviágripi síðast breytt 5. mars 2020.

Áskriftir