Karl Kristjánsson

Karl Kristjánsson

Þingseta

Alþingismaður Suður-Þingeyinga 1949–1959, alþingismaður Norðurlands eystra 1959–1967 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti sameinaðs þings 1953–1959.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Kaldbak við Húsavík 10. maí 1895, dáinn 7. mars 1978. Foreldrar: Kristján Sigfússon (fæddur 19. september 1865, dáinn 26. febrúar 1921) bóndi þar og kona hans Jakobína Albertína Björg Jósíasdóttir (fædd 11. október 1868, dáin 10. desembre 1948) húsmóðir. Maki (13. nóvember 1920): Pálína Guðrún Jóhannesdóttir (fædd 4. september 1896, dáin 22. mars 1986) húsmóðir. Foreldrar: Jóhannes Sigurðsson og kona hans Sesselja Andrésdóttir. Börn: Kristján (1922), Björg (1924), Áki Jóhannes (1928), Gunnsteinn (1932), Svava Björg (1939).

Gagnfræðapróf Akureyri 1916.

Farkennari í Tjörneshreppi 1916–1920. Bóndi í Eyvík á Tjörnesi 1920–1932. Framkvæmdastjóri Kaupfélags Þingeyinga 1935–1937. Bæjarstjóri á Húsavík janúar–október 1950. Forstjóri Sparisjóðs Kaupfélags Þingeyinga 1932–1965, er sparisjóðurinn var sameinaður Samvinnubankanum.

Í hreppsnefnd Tjörneshrepps 1921–1935, oddviti 1929–1935. Oddviti á Húsavík 1937–1950, síðan bæjarfulltrúi til 1970 og forseti bæjarstjórnar 1950–1954 og 1955–1962. Skipaður 1939 formaður endurskoðunarnefndar löggjafar um sveitarstjórnarmál. Skipaður 1952 í endurskoðunarnefnd löggjafar um skattamál, 1957 í endurskoðunarnefnd vinnulöggjafarinnar og jafnframt formaður endurskoðunarnefndar lagaákvæða um skattamál hjóna. Endurskoðandi Útvegsbankans 1959–1971. Skipaður 1965 í samninganefnd um kísilgúrverksmiðju. Í stjórn Kísilgúrverksmiðjunnar, síðar Kísiliðjunnar 1966–1971. Sat fund Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1965.

Alþingismaður Suður-Þingeyinga 1949–1959, alþingismaður Norðurlands eystra 1959–1967 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti sameinaðs þings 1953–1959.

Skrifaði fyrsta bindi af Sögu Húsavíkur (1981), greinar um bókmenntir o. fl., orti ljóð og stökur.

Æviágripi síðast breytt 5. mars 2020.

Áskriftir