Margrét Frímannsdóttir

Margrét Frímannsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Suðurlands 1987–2003 (Alþýðubandalag, Samfylkingin), alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2007 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Suðurlands október 1983 og október 1984 til janúar 1985 (Alþýðubandalag).

Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1988–1992. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2004–2006.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 29. maí 1954. Kjörforeldrar: Frímann Sigurðsson (fæddur 20. október 1916, dáinn 5. apríl 1992) yfirfangavörður á Litla-Hrauni og kona hans Anna Pálmey Hjartardóttir (fædd 29. janúar 1910, dáin 10. júní 2013) húsmóðir, amma Margrétar. Foreldrar: Hannes Þór Ólafsson (fæddur 22. febrúar 1931, dáinn 29. maí 1982) og Áslaug Sæunn Sæmundsdóttir (fædd 22. ágúst 1936). Maki 1 (3. júní 1972): Baldur Birgisson (fæddur 30. ágúst 1952) skipstjóri. Þau skildu. Foreldrar: Birgir Baldursson og kona hans Ingunn Sighvatsdóttir. Maki 2 (12. ágúst 1990): Jón Gunnar Ottósson (fæddur 27. nóvember 1950) náttúrufræðingur, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. Foreldrar: Ottó Jónsson og 1. kona hans Rannveig Jónsdóttir. Börn Margrétar og Baldurs: Áslaug Hanna (1972), Frímann Birgir (1974). Stjúpbörn, börn Jóns Gunnars: Auður (1973), Rannveig (1978), Ari Klængur (1980).

Gagnfræðapróf og landspróf frá Gagnfræðaskóla Selfoss. Nám í öldungadeild Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Störf hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar, verslunarstörf. Kennari við grunnskóla Stokkseyrar, leiðbeinandi við félagsmálaskóla UMFÍ.

Oddviti Stokkseyrarhrepps 1982–1990. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1988–1990. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989 og 1990. Í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1993–1995. Í stjórn og formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi. Í stjórn Alþýðubandalagsins 1983–1987. Formaður Alþýðubandalagsins 1995 fram að stofnun Samfylkingarinnar. Talsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum 1999. Varaformaður Samfylkingarinnar 2000–2003.

Alþingismaður Suðurlands 1987–2003 (Alþýðubandalag, Samfylkingin), alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2007 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Suðurlands október 1983 og október 1984 til janúar 1985 (Alþýðubandalag).

Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1988–1992. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2004–2006.

Fjárlaganefnd 1991–1995 og 2001–2003, heilbrigðis- og trygginganefnd 1993–1995 og 1996–1998 og 2001–2004, landbúnaðarnefnd 1995–1996 og 2005–2006, menntamálanefnd 1995–1996, utanríkismálanefnd 1996–2000 (varformaður 1996–1998), umhverfisnefnd 1998–1999, efnahags- og viðskiptanefnd 1999–2001, félagsmálanefnd 2003–2004, sérnefnd um stjórnarskrármál 2005–2006.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 1996–2004 og 2005–2007, Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1991–1999, Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2003–2004.

Æviágripi síðast breytt 12. febrúar 2020.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir