Páll Þorsteinsson

Páll Þorsteinsson

Þingseta

Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1942–1959, alþingismaður Austurlands 1959–1974 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Hnappavöllum í Öræfum 22. október 1909, dáinn 31. júlí 1990. Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson (fæddur 17. janúar 1878, dáinn 2. júní 1917) bóndi þar og kona hans Guðrún Þorláksdóttir (fædd 17. júní 1881, dáin 3. nóvember 1968) húsmóðir.

Héraðsskólapróf Laugarvatni 1930. Kennarapróf KÍ 1934.

Barnakennari í Öræfum 1930–1932 og 1934–1945. Bóndi á Hnappavöllum 1935–1980.

Í hreppsnefnd Hofshrepps 1934–1982. Hreppstjóri Hofshrepps 1945–1984. Kosinn 1954 í kosningalaganefnd og 1956 í milliþinganefnd í samgöngumálum. Skipaður 1958 í skólamálanefnd. Forseti Rímnafélagsins 1965–1969. Í stjórn Kaupfélags Austur-Skaftfellinga 1965–1980.

Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1942–1959, alþingismaður Austurlands 1959–1974 (Framsóknarflokkur).

Samdi rit og greinar um líf og störf í Austur-Skaftafellssýslu, atvinnuhætti þar, samgöngur og kaupfélag.

Æviágripi síðast breytt 21. apríl 2020.

Áskriftir