Pétur Pétursson

Pétur Pétursson

Þingseta

Konungkjörinn alþingismaður 1849–1887. Þjóðfundarmaður 1851.

Forseti sameinaðs þings 1879, forseti efri deildar 1875–1879 og 1883–1885. Varaforseti Alþingis 1859–1861 og 1867–1873.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Miklabæ í Blönduhlíð 3. október 1808, dáinn 15. maí 1891. Foreldrar: Pétur Pétursson (fæddur 1. nóvember 1754, dáinn 29. júlí 1842) prófastur þar og 2. kona hans Þóra Brynjólfsdóttir (fædd 1766, dáin 8. september 1843) húsmóðir. Bróðir Jóns Péturssonar alþingismanns og háyfirdómara. Tengdafaðir Bergs Thorbergs alþingismanns og landshöfðingja. Maki 1 (17. nóvember 1835): Anna Sigríður Aradóttir (fædd 1810, dáin 9. maí 1839) húsmóðir. Foreldrar: Ari Arason og kona hans Sesselja Vigfúsdóttir. Maki 2 (28. ágúst 1841): Sigríður Bogadóttir (fædd 22. ágúst 1818, dáin 10. mars 1903) húsmóðir. Foreldrar: Bogi Benediktsson og kona hans Jarþrúður Jónsdóttir. Systir Brynjólfs Benedictsens þjóðfundarmanns og Jóhönnu fyrri konu Jóns Péturssonar alþingismanns. Börn Péturs og Sigríðar: Anna Jensína Elínborg (1842), Pétur (1845), Bogi Pétur (1846), Þóra (1848), Bogi (1849), Brynjólfur (1854).

    Stúdentspróf Bessastöðum 1827. Guðfræðipróf Hafnarháskóla 1834, lic. theol. 1840, dr. theol. 1844, prófessor að nafnbót 1849.

    Barnakennari Geitaskarði 1827–1828. Dvaldist hjá foreldrum sínum og á Flugumýri við kennslustörf 1834–1837. Veittur Breiðabólstaður á Skógarströnd 1836, en tók aldrei við því kalli. Fékk Helgafell 1837 og Staðarstað sama ár. Skipaður 1838 prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi. Dvaldist í Kaupmannahöfn 1839–1840 og 1843–1844. Skipaður 1847 forstöðumaður (lektor) Prestaskólans í Reykjavík. Settur jafnframt dómkirkjuprestur í Reykjavík frá júní til nóvember 1854, gegndi jafnframt biskupsstörfum nálega árlangt 1855–1856. Skipaður 1866 biskup yfir Íslandi, lausn 16. apríl 1889.

    Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1849–1851 og 1855–1856.

    Konungkjörinn alþingismaður 1849–1887. Þjóðfundarmaður 1851.

    Forseti sameinaðs þings 1879, forseti efri deildar 1875–1879 og 1883–1885. Varaforseti Alþingis 1859–1861 og 1867–1873.

    Samdi margar guðsorðabækur, m.a. hugvekjur til lestrar í heimahúsum. — Þorvaldur Thoroddsen skrifaði Ævisögu Péturs Péturssonar (1908).

    Ritstjóri: Ársrit samið og gefið út af prestum og aðstoðarprestum í Syðra-Þórsnesþingi (1846–1847). Lanztíðindi (1849–1851). Ársrit Prestaskólans (1850). Tíðindi frá þjóðfundi Íslendinga 1851 (1851).

    Æviágripi síðast breytt 16. mars 2016.

    Áskriftir