Steingrímur Hermannsson

Steingrímur Hermannsson

Þingseta

Alþingismaður Vestfirðinga 1971–1987, alþingismaður Reyknesinga 1987–1994 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Vestfirðinga desember 1968 og febrúar–apríl 1971.

Dóms- og kirkjumála- og landbúnaðarráðherra 1978–1979, sjávarútvegs- og samgönguráðherra 1980–1983, forsætisráðherra 1983–1987 og 1988–1991, utanríkisráðherra 1987–1988.

2. varaforseti efri deildar 1974–1978.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 22. júní 1928, dáinn 1. febrúar 2010. Foreldrar: Hermann Jónasson (fæddur 25. desember 1896, dáinn 22. janúar 1976) alþingismaður og ráðherra og kona hans Vigdís Oddný Steingrímsdóttir (fædd 4. október 1896, dáin 2. nóvember 1976) húsmóðir. Maki 1 (14. mars 1951): Sara Jane Donovan (fædd 30. október 1924) húsmóðir. Þau skildu. Foreldrar: Leo J. Donovan og kona hans Marie Blanche Donovan. Maki 2 (19. október 1962): Guðlaug Edda Guðmundsdóttir (fædd 21. janúar 1937) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Gíslason og k. h. Hlíf Böðvarsdóttir. Börn Steingríms og Söru: Jón Bryan (1951), Ellen Herdís (1955), S. Neil (1957). Börn Steingríms og Eddu: Hermann Ölvir (1964), Hlíf (1966), Guðmundur (1972).

Stúdentspróf MR 1948. B.Sc.-próf í rafmagnsverkfræði frá Illinois Institute of Technology í Chicago 1951. M.Sc.-próf frá California Institute of Technology í Pasadena 1952.

Verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1952–1953 og hjá Áburðarverksmiðjunni hf. 1953–1954. Í varnarmálanefnd og verkfræðilegur ráðunautur utanríkisráðherra varðandi Keflavíkurflugvöll 1954. Verkfræðingur við Southern California Edison Company í Los Angeles 1955–1956. Verkfræðingur við Verklegar framkvæmdir hf. 1957. Framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins 1957–1978. Framkvæmdastjóri atvinnumálanefndar ríkisins 1957–1961. Skipaður 1. september 1978 dóms- og kirkjumála- og landbúnaðarráðherra, lausn 12. október 1979, en gegndi störfum til 15. október. Skipaður 8. febrúar 1980 sjávarútvegs- og samgönguráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí. Skipaður 26. maí 1983 forsætisráðherra, lausn 28. apríl 1987, en gegndi störfum til 8. júlí. Skipaður 8. júlí 1987 utanríkisráðherra, lausn 17. september 1988, en gegndi störfum til 28. september. Skipaður 28. september 1988 forsætisráðherra, lausn 23. apríl 1991, en gegndi störfum til 30. apríl. Bankastjóri við Seðlabanka Íslands 1994–1998.

Í tækninefnd Húsnæðismálastofnunar ríkisins 1958–1970. Aðalfulltrúi Íslands í vísindanefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París 1962–1978. Formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík 1962–1964. Í miðstjórn Framsóknarflokksins 1964–1994. Í stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins 1964–1971. Í tækninefnd Orkustofnunar 1968–1975. Í hreppsnefnd Garðahrepps 1970–1974. Ritari Framsóknarflokksins 1971–1979, formaður hans 1979–1994. Í stjórn Framkvæmdasjóðs 1969–1971 og í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972–1978. Sat í iðnþróunarráði 1971 og viðræðunefnd um orkufrekan iðnað 1971–1979. Í stjórn Þörungavinnslunnar hf. 1974–1978. Í flugráði 1976–1979. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1956 og 1991. Í Þingvallanefnd 1988–1994. Í bankaráði Landsbanka Íslands 1991–1994.

Alþingismaður Vestfirðinga 1971–1987, alþingismaður Reyknesinga 1987–1994 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Vestfirðinga desember 1968 og febrúar–apríl 1971.

Dóms- og kirkjumála- og landbúnaðarráðherra 1978–1979, sjávarútvegs- og samgönguráðherra 1980–1983, forsætisráðherra 1983–1987 og 1988–1991, utanríkisráðherra 1987–1988.

2. varaforseti efri deildar 1974–1978.

Hefur ritað greinar um verkfræði og iðnað auk skrifa um þjóðmál o.fl.

Æviágripi síðast breytt 15. apríl 2020.

Áskriftir