Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. Sigfússon

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands eystra 1983–2003 (Alþýðubandalagið, þingflokkur óháðra, Vinstrihreyfingin – grænt framboð), alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2021 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1987–1988.

Landbúnaðar- og samgönguráðherra 1988–1991, fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2009, fjármálaráðherra 2009–2011, efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2011–2012, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 2012–2013.

4. varaforseti Alþingis 2013–2016. Forseti Alþingis 2016–2017. 1. varaforseti Alþingis 2017, starfsforseti 2017 og forseti Alþingis 2017–2021.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 4. ágúst 1955. Foreldrar: Sigfús A. Jóhannsson (fæddur 5. júní 1926, dáinn 2. ágúst 2007) bóndi þar og Sigríður Jóhannesdóttir (fædd 10. júní 1926, dáin 15. október 2007) húsmóðir. Maki (18. janúar 1985): Bergný Marvinsdóttir (fædd 4. desember 1956) læknir. Foreldrar: Marvin Frímannsson og Ingibjörg Helgadóttir. Börn: Sigfús (1984), Brynjólfur (1988), Bjartur (1992), Vala (1998).

Stúdentspróf MA 1976. B.Sc.-próf í jarðfræði HÍ 1981. Próf í uppeldis- og kennslufræði HÍ 1982.

Vörubifreiðarstjóri á sumrum 1978–1982. Við jarðfræðistörf og jafnframt íþróttafréttamaður hjá RÚV 1982–1983. Landbúnaðar- og samgönguráðherra 28. september 1988 til 30. apríl 1991. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 1. febrúar 2009 til 10. maí 2009. Fjármálaráðherra 1. febrúar 2009 til 31. desember 2011. Efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 31. desember 2011 til 31. ágúst 2012. Fór með iðnaðarráðuneytið í fæðingarorlofi Katrínar Júlíusdóttur 6. júlí til 1. september 2012. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 1. september 2012, lausn 28. apríl 2013 en gegndi störfum til 23. maí 2013. Höfundur nokkkurra bóka.

Fulltrúi nemenda í skólaráði MA 1975–1976. Í stúdentaráði HÍ 1978–1980. Hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar. Í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1983–1987. Kjörinn 1984 í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum um sameiginleg hagsmunamál. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1984 og 1986. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1985–1988 og 1991–1995. Varaformaður Alþýðubandalagsins 1989–1995. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1991 og 2007. Formaður flokkahóps vinstri sósíalista í Norðurlandaráði 1998–2000 og flokkahóps vinstri sósíalista og grænna 2015–2017. Formaður norræna ráðsins um málefni fatlaðra 1999–2000. Formaður í jafnréttisnefnd Evrópuráðsþingsins 2008–2009. Formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs frá stofnun flokksins í febrúar 1999 til febrúar 2013. Í stjórnarskrárnefnd 2005–2007.

Alþingismaður Norðurlands eystra 1983–2003 (Alþýðubandalagið, þingflokkur óháðra, Vinstrihreyfingin – grænt framboð), alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2021 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1987–1988.

Landbúnaðar- og samgönguráðherra 1988–1991, fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2009, fjármálaráðherra 2009–2011, efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2011–2012, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 2012–2013.

4. varaforseti Alþingis 2013–2016. Forseti Alþingis 2016–2017. 1. varaforseti Alþingis 2017, starfsforseti 2017 og forseti Alþingis 2017–2021.

Sjávarútvegsnefnd 1991–1998 (formaður 1995–1998), efnahags- og viðskiptanefnd 1991–1999 og 2013–2015, félagsmálanefnd 1999–2003, utanríkismálanefnd 1999–2009, sérnefnd um stjórnarskrármál 2004–2005, velferðarnefnd 2015–2016 og 2017, þingskapanefnd 2019–2021.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 1994–1996, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1996–2005, 2006–2007, 2013–2016 og 2017, Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2007–2009, nefnd Evrópuráðsþingsins um jöfn tækifæri kvenna og karla 2008–2009 (formaður).

Höfundur bókanna Róið á ný mið, Sóknarfæri íslensks sjávarútvegs, 1996, Við öll. Íslenskt velferðarsamfélag á tímamótum, 2006, Steingrímur J. Frá hruni og heim, 2013. Hefur auk þess ritað fjölda blaða- og tímaritsgreina.

Æviágripi síðast breytt 31. janúar 2022.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir