Valtýr Guðmundsson

Valtýr Guðmundsson

Þingseta

Alþingismaður Vestmanneyinga 1894–1901, alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1903–1908, alþingismaður Seyðfirðinga 1911–1913 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, utan flokka, Sambandsflokkurinn, utan flokka). Kosinn alþingismaður Seyðfirðinga 1908, en kosningin kærð og kjörbréf ekki samþykkt.

2. varaforseti neðri deildar 1913.

Æviágrip

Fæddur á Árbakka á Skagaströnd 11. mars 1860, dáinn 23. júlí 1928. Foreldrar: Guðmundur Einarsson (fæddur 27. desember 1823, dáinn 5. janúar 1865) sýsluskrifari á Ytri-Ey og Geitaskarði og Valdís Guðmundsdóttir (fædd 3. október 1834, dáin 25. mars 1923). Maki (18. ágúst 1889): Anna Jóhannesdóttir (fædd 18. ágúst 1850, dáin 28. júlí 1903) húsmóðir. Foreldrar: Jóhannes Guðmundsson og kona hans Maren Lárusdóttir Thorarensen. Systir Jóhannesar Jóhannessonar alþingismanns.

Stúdentspróf Lsk. 1883. Mag. art. Hafnarháskóla 1887. Dr. phil. þar 1889.

Kennari (dósent) í íslenskri sögu og bókmenntum við Hafnarháskóla frá 1. apríl 1890. Prófessor í íslenskri sögu og bókmenntum frá 1920. Stofnandi Eimreiðarinnar og ritstjóri.

Alþingismaður Vestmanneyinga 1894–1901, alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1903–1908, alþingismaður Seyðfirðinga 1911–1913 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, utan flokka, Sambandsflokkurinn, utan flokka). Kosinn alþingismaður Seyðfirðinga 1908, en kosningin kærð og kjörbréf ekki samþykkt.

2. varaforseti neðri deildar 1913.

Samdi rit og greinar um íslenska málfræði, sögu og bókmenntir.

Ritstjóri: Eimreiðin (1895–1917).

Æviágripi síðast breytt 31. mars 2016.

Áskriftir