Þorvaldur Garðar Kristjánsson

Þorvaldur Garðar Kristjánsson

Þingseta

Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1959, alþingismaður Vestfirðinga 1963–1967 og 1971–1991 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Vestfirðinga nóvember 1960 og nóvember 1961.

Forseti efri deildar 1974–1978 og 1978–1979, forseti sameinaðs þings 1983–1988. 2. varaforseti efri deildar 1963–1967, 1. varaforseti efri deildar 1979–1983.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði 10. október 1919, dáinn 14. apríl 2010. Foreldrar: Kristján Sigurður Eyjólfsson (fæddur 21. nóvember 1882, dáinn 22. september 1921) formaður þar og kona hans María Bjargey Einarsdóttir (fædd 4. desember 1894, dáin 15. febrúar 1975) húsmóðir. Maki (9. apríl 1949): Elísabet María Kvaran (fædd 29. mars 1928, dáin 19. apríl 2006) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Kvaran og kona hans Elísabet Benediktsdóttir Kvaran, systir Hallgríms Benediktssonar alþingismanns. Dóttir: Elísabet Ingibjörg (1972).

Stúdentspróf MA 1944. Lögfræðipróf HÍ 1948. Framhaldsnám við University College í Lundúnum 1948–1949. Hdl. 1951. Hrl. 1992.

Forstöðumaður hagdeildar Útvegsbanka Íslands 1950–1960. Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins 1961–1972. Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1972–1983.

Formaður Orators, félags laganema, 1946–1947. Formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1949–1950. Kosinn 1954 í kosningalaganefnd. Formaður Heimdallar FUS 1954–1956. Formaður Landsmálafélagsins Varðar 1956–1960. Kosinn 1954 í kosningalaganefnd. Sat í húsnæðismálastjórn 1955–1957 og 1962–1970 og í stjórn Byggingarsjóðs verkamanna 1957–1970. Í útvarpsráði 1956–1975. Borgarfulltrúi í Reykjavík 1958–1962. Skipaður 1960 í endurskoðunarnefnd laga um húsnæðismál. Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1962–1987 (varafulltrúi á þingum ráðsins 1962–1964), formaður íslensku sendinefndarinnar 1963–1971 og 1979–1987, varaforseti þingsins 1968–1969, 1980–1981, 1982–1983, 1984–1985 og 1986–1987. Í flugráði 1964–1967. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1969–1971. Í orkuráði 1975–1991, formaður 1975–1979 og 1983–1991. Skipaður 1975 formaður nefndar til að gera tillögur um orkumál Vestfjarða. Skip. 1977 formaður nefndar til að gera tillögur um heildarskipulag og yfirstjórn orkumála. Skipaður 1992 formaður nefndar um flutning ríkisstofnana frá höfuðborgarsvæði til landsbyggðar. Skipaður 1995 formaður nefndar til að endurskoða lög um þjóðfána Íslendinga. Var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989.

Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1959, alþingismaður Vestfirðinga 1963–1967 og 1971–1991 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Vestfirðinga nóvember 1960 og nóvember 1961.

Forseti efri deildar 1974–1978 og 1978–1979, forseti sameinaðs þings 1983–1988. 2. varaforseti efri deildar 1963–1967, 1. varaforseti efri deildar 1979–1983.

Ritstjóri: Úlfljótur (1947).

Æviágripi síðast breytt 6. apríl 2020.

Áskriftir