Adolf H. Berndsen

Adolf H. Berndsen

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands vestra 2003 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands vestra febrúar–mars 2001 og október–nóvember 2002.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Skagaströnd 19. janúar 1959. Foreldrar: Adolf Jakob Berndsen (fæddur 28. desember 1934) umboðsmaður og kona hans Hjördís Sigurðardóttir (fædd 20. nóvember 1938) húsmóðir. Maki: Dagný Marín Sigmarsdóttir (fædd 8. nóvember 1962) bókari og umboðsmaður. Foreldrar: Sigmar Jóhannesson og kona hans Sigurbjörg Angantýsdóttir. Börn: Sverrir Brynjar (1981), Sonja Hjördís (1986), Sigurbjörg Birta (1996).

Stúdentspróf MA 1980. Sagnfræðinám HÍ 1981. Nám í markaðs- og útflutningsfræði við Endurmenntunarstofnun HÍ 1999–2000. Ýmis stjórnunarnámskeið.

Rekstrarstjóri félagsheimilisins Fellsborgar 1980–1984. Stöðvarstjóri Olís á Skagaströnd 1984–1988. Framkvæmdastjóri Marska frá 1988.

Stjórnarmaður í Skagstrendingi hf. 1988–2002, stjórnarformaður 1999–2002. Í héraðsnefnd Austur-Húnvetninga frá 1994. Oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar frá 1994. Stjórnarmaður í Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra frá 1998. Stjórnarmaður í Brimi ehf. (sjávarútvegssvið Eimskipafélags Íslands hf.) frá 2002. Í skólanefnd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki frá 2002. Formaður og stjórnarmaður í Sjálfstæðisfélaginu Þrótti um árabil.

Alþingismaður Norðurlands vestra 2003 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands vestra febrúar–mars 2001 og október–nóvember 2002.

Sjávarútvegsnefnd 2003, efnahags- og viðskiptanefnd 2003, kjörbréfanefnd 2003.

Æviágripi síðast breytt 16. september 2019.

Áskriftir