Guðlaugur Þór Þórðarson

Guðlaugur Þór Þórðarson

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2009, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2016, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Vesturlands febrúar–mars 1997, maí–júní og október–nóvember 1998 (Sjálfstæðisflokkur).

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2007–2008. Heilbrigðisráðherra 2008–2009. Utanríkisráðherra 2017–2019. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra 2020–2021. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra síðan 2021.

Formaður þingflokks Sjálfstæðismanna 2016–2017.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 19. desember 1967. Foreldrar: Þórður Sigurðsson (fæddur 16. október 1936, dáinn 4. september 2020) fyrrverandi yfirlögregluþjónn og Sonja Guðlaugsdóttir (fædd 12. júní 1936, dáin 17. maí 2018) sem rak bókhaldsskrifstofu. Maki (12. maí 2001): Ágústa Johnson (fædd 2. desember 1963) framkvæmdastjóri. Foreldrar: Rafn Johnson og Hildigunnur Johnson. Börn: Þórður Ársæll Johnson (2002), Sonja Dís Johnson (2002). Börn Ágústu af fyrra hjónabandi: Anna Ýr Johnson Hrafnsdóttir (1991), Rafn Franklín Johnson Hrafnsson (1994).

Stúdentspróf MA 1987. BA-próf í stjórnmálafræði HÍ 1996.

Umboðsmaður Brunabótafélags Íslands 1988–1989. Sölumaður hjá Vátryggingafélagi Íslands 1989–1993. Kynningarstjóri hjá Fjárvangi 1996–1997. Framkvæmdastjóri Fíns miðils 1997–1998. Forstöðumaður hjá Fjárvangi/Frjálsa fjárfestingarbankanum 1998–2001. Forstöðumaður hjá tryggingadeild Búnaðarbanka Íslands 2001–2003. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 24. maí 2007 til 31. desember 2007. Heilbrigðisráðherra 1. janúar 2008 til 1. febrúar 2009. Utanríkisráðherra 11. janúar 2017 til 31. desember 2019. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra 1. janúar 2020 til 27. nóvember 2021. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra síðan 28. nóvember 2021.

Í skipulagsnefnd Borgarness og formaður umhverfisnefndar Borgarness 1990–1994. Í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna 1987–1997, ritari 1987–1989, varaformaður 1989–1993, formaður 1993–1997. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1991–1997 og framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins 1993–1997. Í stjórn DEMYC, Evrópusamtaka ungra hægri manna og kristilegra demókrata, 1997–2001. Í borgarstjórn Reykjavíkur 1998–2006. Í leikskólaráði Reykjavíkur 1998–2006. Í stjórn knattspyrnudeildar Vals 1998–1999. Í hafnarstjórn Reykjavíkur 1998–2000. Varaformaður IYDU, International Young Democrat Union, 1998–2002. Í umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur 1998–2002. Í fræðsluráði Reykjavíkur 2000–2002. Í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 2002–2006. Í skipulagsnefnd Reykjavíkur 2002–2006. Í hverfisráði Grafarvogs síðan 2002. Í stjórn skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar 2003–2006. Í stjórn Vímulausrar æsku 2002–2007. Í stjórn Neytendasamtakanna 2002–2004. Formaður Fjölnis 2003–2007.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2009, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2016, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Vesturlands febrúar–mars 1997, maí–júní og október–nóvember 1998 (Sjálfstæðisflokkur).

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2007–2008. Heilbrigðisráðherra 2008–2009. Utanríkisráðherra 2017–2019. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra 2020–2021. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra síðan 2021.

Formaður þingflokks Sjálfstæðismanna 2016–2017.

Félagsmálanefnd 2003–2006, sjávarútvegsnefnd 2003–2007, umhverfisnefnd 2003–2007 (formaður 2004–2007), heilbrigðisnefnd 2009–2011, viðskiptanefnd 2009–2011, efnahags- og viðskiptanefnd 2011–2013, fjárlaganefnd 2013–2017, utanríkismálanefnd 2013–2014.

Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2003–2007 (formaður 2005–2007), Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2013–2016 (formaður), þingmannanefnd Íslands og ESB 2013–2016 (formaður).

Æviágripi síðast breytt 17. febrúar 2022.

Áskriftir