Sigurrós Þorgrímsdóttir

Sigurrós Þorgrímsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2006–2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis október–desember 2003, maí 2004, febrúar–mars og apríl–maí 2005 og október 2005 til maí 2006 (Sjálfstæðisflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 16. apríl 1947. Foreldrar: Þorgrímur Friðriksson (fæddur 11. október 1912, dáinn 8. apríl 1980) kaupmaður og kona hans Guðrún Sigríður Þórðardóttir (fædd 4. október 1916, dáin 2. júlí 1990) kaupmaður og matráðskona. Maki 1 (28. febrúar 1967): Stefán Örn Magnússon (fæddur 8. desember 1945) úrsmiður. Þau skildu. Maki 2 (16. september 1987) Guðmundur Ólafsson (fæddur 23. desember 1938) verkfræðingur. Foreldrar: Ólafur E. Guðmundsson og kona hans Þorbjörg Þorvaldsdóttir. Börn Sigurrósar og Stefáns: Magnús Örn (1967), Guðrún Sigríður (1969). Dóttir Sigurrósar og Guðmundar: Kristín Katrín (1978). Stjúpsonur, sonur Guðmundar: Ólafur Eggert (1965).

Stúdentspróf MH 1985. BA-próf í stjórnmálafræði og hagfræði HÍ 1990. Diplómanám í fjölmiðlafræði HÍ 1991. MA-próf í stjórnsýslufræði HÍ 2000.

Deildarritari á gjörgæslu Borgarspítalans 1981–1985. Starfaði hjá verkfræðistofunni Símtækni sf. 1985–1990. Blaðamaður á DV 1990–1991. Starfaði hjá utanríkisráðuneytinu við að kynna EES-samninginn 1991–1992 og hjá upplýsingaskrifstofu ESB í London 1992–1993. Ritstjóri Voga 1994–1998. Ritstörf frá 1998.

Bæjarfulltrúi í Kópavogi frá 1998. Formaður atvinnumálanefndar Kópavogs 1994–1998. Formaður Menningarsjóðs félagsheimila 1994–2002. Formaður leikskólanefndar Kópavogs 1998–2002. Formaður skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 1998. Í stjórn Grænlandssjóðs síðan 1998 og í stjórn Sorpu síðan 1998, formaður 2000–2002. Í stjórn Námsgagnastofnunar síðan 1999. Í stjórn EES-nefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga síðan 2000. Forseti Rótarýklúbbsins Borga í Kópavogi 2001–2002. Formaður Soroptimistafélags Kópavogs 2001–2003. Formaður Lista- og menningarráðs Kópavogs síðan 2002. Formaður Ungmennafélagsins Breiðabliks síðan 2004.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2006–2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis október–desember 2003, maí 2004, febrúar–mars og apríl–maí 2005 og október 2005 til maí 2006 (Sjálfstæðisflokkur).

Menntamálanefnd 2005–2007, samgöngunefnd 2005–2007, umhverfisnefnd 2005–2007.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2005–2007.

EES-handbókin, fræðirit um Evrópska efnahagssvæðið, 1999.

Ritstjóri: Vogar, blað Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 1994–1998.

Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2020.

Áskriftir