Ármann Kr. Ólafsson

Ármann Kr. Ólafsson

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2007–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágrip

Fæddur á Akureyri 17. júlí 1966. Foreldrar: Ólafur Þorsteinn Ármannsson (fæddur 18. apríl 1938) húsasmíðameistari og búfræðingur og kona hans Anna Guðrún Árnadóttir (fædd 9. ágúst 1947) fyrrverandi bankastarfsmaður. Maki: Hulda Guðrún Pálsdóttir (fædd 24. júní 1966) klæðskerameistari og kennari. Foreldrar: Páll A. Magnússon og kona hans Halla Lilja Jónsdóttir. Börn: Hermann (1994), Halla Lilja (1995).

Stúdentspróf MA 1987. BA-próf í stjórmálafræði HÍ 1994.

Stofnandi ENNEMM og framkvæmdastjóri 1991–1995. Aðstoðarmaður samgönguráðherra 1995–1999, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra 1999–2005, aðstoðarmaður fjármálaráðherra 2005–2006. Bæjarfulltrúi í Kópavogi síðan 1998. Forseti bæjarstjórnar 2000–2001 og 2005–2007. Formaður skipulagsnefndar Kópavogsbæjar 1998–2002. Formaður skólanefndar Kópavogs 2002–2006. Formaður stjórnar Strætós 2006–2008.

Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1991–1995, í framkvæmdastjórn þess 1993–1995. Í stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs 1999–2001. Í samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 1998–2003.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2007–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Fjárlaganefnd 2007–2009, félagsmálanefnd 2007, félags- og tryggingamálanefnd 2007–2009, samgöngunefnd 2007–2009.

Íslandsdeild VES-þingsins 2007–2009 (formaður).

Æviágripi síðast breytt 28. janúar 2015.

Áskriftir