Vigdís Hauksdóttir

Vigdís Hauksdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2016 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga desember 1996, desember 1997 – janúar 1998, apríl 2000, janúar–febrúar 2003 (Framsóknarflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd á Selfossi 20. mars 1965. Foreldrar: Haukur Gíslason (fæddur 23. desember 1920, dáinn 26. júlí 2002) bóndi á Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppi, Árnessýslu, og Sigurbjörg Geirsdóttir (fædd 10. júlí 1932) húsfreyja. Tengdaforeldrar Guðna Ágústssonar alþingismanns og ráðherra. Maki: Þorsteinn Örn Sigurfinnsson (fæddur 5. júlí 1964, dáinn 14. maí 2010) rafvirki og trésmiður. Þau skildu. Foreldrar: Sigurfinnur Þorsteinsson og Sigríður Pétursdóttir. Börn: Hlynur (1993), Sólveig (1998).

Garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1984. Stundaði nám við frumgreinadeild Háskólans á Bifröst 2003–2004. BS-próf í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst 2007. Lögfræðipróf (ML) frá Háskólanum á Bifröst 2008. Framhaldsnám í skattarétti við Háskólann á Bifröst 2008.

Garðyrkjumaður, blómaskreytir og deildarstjóri í Blómavali 1984–1991. Fyrsti fagdeildarstjóri og kennari við blómaskreytingabraut Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi 1988–1991. Stundakennari við Garðyrkjuskóla ríkisins 1991–1995. Eigandi Blómabúðar Reykjavíkur, Hótel Sögu, 1991–1995 og Jóns Indíafara í Kringlunni 1995–1997. Blómaskreytir og garðyrkjufræðingur í Blómagalleríi 1998–2003. Aðstoðarkennari í skattarétti við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst 2008. Lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands 2008–2009.

Formaður Félags blómaverslana 1992–1994. Í stjórn Kaupmannasamtaka Íslands 1993–1997. Í stjórn nefndar á vegum iðnaðarráðuneytisins um stuðning við atvinnurekstur kvenna 1997. Varamaður í stjórn Búnaðarbankans 2000–2001. Í fræðsluráði Reykjavíkur 2002–2005. Í háskólaráði Háskólans á Bifröst 2003–2004. Í vinnuhópi um uppbyggingu á leikskólanum Hraunborg á Bifröst 2008. Formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar 2008–2009. Varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og varamaður í framkvæmda- og eignaráði Reykjavíkur 2008–2009. Í miðstjórn Framsóknarflokksins um árabil og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2016 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga desember 1996, desember 1997 – janúar 1998, apríl 2000, janúar–febrúar 2003 (Framsóknarflokkur).

Allsherjarnefnd 2009–2011, kjörbréfanefnd 2009–2011 og 2013, umhverfisnefnd 2009–2011, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2011–2013 og 2015, fjárlaganefnd 2013–2016 (formaður).

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2013–2015, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2015–2016.

Æviágripi síðast breytt 7. október 2019.

Áskriftir