Sigríður Ingibjörg Ingadóttir

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2016 (Samfylkingin).

3. varaforseti Alþingis 2010.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 29. maí 1968. Foreldrar: Ingi R. Jóhannsson (fæddur 5. desember 1936, dáinn 30. október 2010) skákmeistari og löggiltur endurskoðandi og Sigþrúður Steffensen (fædd 14. febrúar 1930) húsmóðir og bankastarfsmaður. Maki: Birgir Hermannsson (fæddur 18. ágúst 1963) háskólakennari. Foreldrar: Hermann G. Jónsson og Magdalena S. Ingimundardóttir. Börn: Jakob (1998), Hanna Sigþrúður (2004), Davíð (2006). Sonur Sigríðar og Arnars G. Hjálmtýssonar: Natan (1991).

Stúdentspróf MR 1987. BA-próf í sagnfræði HÍ 1992. Meistarapróf í viðskipta- og hagfræði frá Uppsalaháskóla 2002.

Verkefnisstjóri hjá Norræna félaginu 1994–1996. Sérfræðingur á þjóðhagsreikningasviði Hagstofu Íslands 2002–2005. Sérfræðingur á hagdeild ASÍ 2005–2007. Sérfræðingur á velferðarsviði félags- og tryggingamálaráðuneytis 2007–2009. Formaður framkvæmdastjórnar Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna 2008–2009.

Í framkvæmdanefnd Reykjavíkuranga Kvennalistans 1994–1996. Fulltrúi Kvennalistans í nefnd um endurskoðun kosningalaga 1994–1995. Varaformaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík 2007–2009. Í bankaráði Seðlabanka Íslands 2007–2008. Formaður nefndar um húsnæðismál á vegum félags- og tryggingamálaráðherra 2007–2009. Í stjórn Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, 2008–2009.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2016 (Samfylkingin).

3. varaforseti Alþingis 2010.

Efnahags- og skattanefnd 2009–2011, félags- og tryggingamálanefnd 2009–2011 (formaður 2010–2011), sérnefnd um stjórnarskrármál 2010–2011, umhverfisnefnd 2010, heilbrigðisnefnd 2010–2011, fjárlaganefnd 2011–2012 (formaður), stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2012–2013, velferðarnefnd 2012–2013 (formaður) og 2013–2016 (formaður).

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2009–2011 og 2012–2013.

Æviágripi síðast breytt 31. október 2016.

Áskriftir