Björn M. Ólsen

Björn M. Ólsen

Þingseta

Konungkjörinn alþingismaður 1905–1908 (Heimastjórnarflokkurinn).

Æviágrip

Fæddur á Þingeyrum 14. júlí 1850, dáinn 16. janúar 1919. Foreldrar: Runólfur Magnús Ólsen alþingismaður og kona hans Ingunn Jónsdóttir húsmóðir.

Stúdentspróf Lsk. 1869. Dvaldist heima til 1872 vegna vanheilsu, fór þá utan og lagði stund á málfræði og sögu við Hafnarháskóla, cand. mag. 1877. Doktorspróf Hafnarháskóla 1883. Prófessor að nafnbót 1904. Heiðursdoktor í heimspeki við háskólann í Kristjaníu 1911. Heiðursdoktor Háskóla Íslands 1918.

Ferðaðist um Grikkland og Ítalíu 1878 með styrk af opinberu fé. Kennari við Lærða skólann í Reykjavík 1879–1904, rektor 1895–1904. Skipaður 1911 prófessor í íslenskri málfræði og menningarsögu við Háskóla Íslands og varð jafnframt fyrsti rektor Háskólans, 1911–1912, lausn 3. júlí 1918.

Forseti Hins íslenska bókmenntafélags 1894–1900 og 1909–1919. Í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar 1895–1919.

Konungkjörinn alþingismaður 1905–1908 (Heimastjórnarflokkurinn).

Samdi fjölda rita og greina um íslenskar bókmenntir og sögu.

Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2015.

Áskriftir