Kynning á meðferð EES-mála

(1702050)
Velferðarnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
05.04.2017 22. fundur velferðarnefndar Kynning á meðferð EES-mála
Á fund nefndarinnar mættu Gunnþóra Elín Erlingsdóttir ritari EES-mála hjá Alþingi og Steinlaug Högnadóttir frá untanríkisráðuneyti. Kynntu þær þinglega meðferð EES-mála og svöruðu spurningum nefndarmanna.
16.03.2017 10. fundur atvinnuveganefndar Kynning á meðferð EES-mála
Nefndin fékk á sinn fund Gunnþóru Elínu Erlingsdóttur ritara EES-mála fyrir utanríkismálanefnd Alþingis og Finn Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti. Þau kynntu fyrir nefndina meðferð EES-mála og upptöku þeirra í EES-samninginn.
09.03.2017 19. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Kynning á meðferð EES-mála
Á fund nefndarinnar komu Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Gunnþóra Elín Erlingsdóttir frá nefndasviði skrifstofu Alþingis og kynntu þinglega meðferð EES-mála og svöruðu spurningum nefndarmanna.
08.03.2017 28. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Kynning á meðferð EES-mála
Á fund nefndarinnar kom Gunnþóra Elín Erlingsdóttir, ritari EES-mála á nefndasviði Alþingis.
01.03.2017 26. fundur efnahags- og viðskiptanefndar Kynning á meðferð EES-mála
Á fund nefndarinnar komu Finnur Þór Birgisson og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti.
21.02.2017 5. fundur utanríkismálanefndar Skýrsla stýrihóps um framkvæmd EES-samningsins
Á fund nefndarinnar komu Hafdís Ólafsdóttir (forsætisráðuneyti), Finnur Þór Birgisson og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir (utanríkisráðuneyti) og Bryndís Helgadóttir (innanríkisráðuneyti).

Gestirnir gerðu grein fyrir áfangaskýrslu stýrihópsins og stöðu mála henni tengdri, og svöruðu spurningum nefndarmanna.
09.02.2017 5. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Kynning á meðferð EES-mála
Á fundinn komu Finnur Þór Birgisson og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og kynntu meðferð EES-mála fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næst kynnti Gunnþóra Elín Erlingsdóttir þinglega meðferð EES-mála og svaraði spurningum nefndarmanna.
06.02.2017 3. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Kynning á meðferð EES-mála
Á fund nefndarinnar komu Finnur Þór Birgisson, Steinlaug Högnadóttir og Una Særún Jóhannsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Gunnþóra Elín Erlingsdóttir frá utanríkisnefnd Alþingis. Gestir kynntu fyrir nefndinni þinglega meðferð EES-mála og svöruðu spurningum nefndarmanna.