Lífeyrisskuldbindingar 2016

(1708049)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
23.04.2018 39. fundur fjárlaganefndar Lífeyrisskuldbindingar 2016
Til fundarins komu Haukur Hafsteinsson og Þorkell Sigurgeirsson frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Esther Finnbogadóttir og Högni Haraldsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Rætt var um lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs og eignir sem fluttar hafa verið úr umsjón Lindarhvols ehf. yfir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en í heimildargrein 7.18 í fjáraukalögum 2017 var veitt heimild til að ganga til samninga við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins um afhendingu á þeim stöðugleikaeignum, sem Lindarhvoll ehf. hefur haft til umsýslu og ekki teljast heppilegar til sölu á almennum markaði, gegn lækkun
á lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs við B-deild sjóðsins.
04.09.2017 59. fundur fjárlaganefndar Lífeyrisskuldbindingar 2016
Lagt var fram yfirlit yfir lífeyrisskuldbindingar og eftirlaun frá Fjársýslu ríkisins.