Önnur mál

(1709042)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
14.09.2017 1. fundur utanríkismálanefndar Önnur mál
Rætt var um störfin framundan.

Eftirfarandi bókun var lögð fram af Rósu Björk Brynjólfsdóttur:

„Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, vill bóka athugasemdir við það annars vegar að þegar beðið er um minnisblað frá utanríkisráðuneytinu, sbr. upphaflega ósk um minnisblað um hvenær, hvar og hvernig íslensk stjórnvöld hefðu komið á framfæri andmælum við kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu, þá sé reynt til hins ítrasta að hafa sem nákvæmastar upplýsingar. Hins vegar gerir Rósa Björk athugasemdir við að beðið hafi verið með sendingu minnisblaðs sem óskað var eftir til að fá viðbótarupplýsingar í tæpar 2 vikur, þar til eftir fund utanríkisráðherra með fulltrúa kínverskra stjórnvalda sem haldinn var þann 31. ágúst, til að koma því að í viðbótar-minnisblaðinu. Þessu vill þingmaðurinn mótmæla enda telur hún að þegar óskað er eftir minnisblaði frá utanríkisráðuneyti, eigi ekki að bíða eftir viðburðum eða fundum til að bæta í minnisblöð í þeim tilgangi að þau líti betur út fyrir ráðherra.“

Fleira var ekki gert.