Fjárveitingar til Norræna eldfjallasetursins og annarra norrænna stofnana

(1801078)
Íslandsdeild Norðurlandaráðs

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
21.06.2018 9. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Fjárveitingar til Norræna eldfjallasetursins og annarra norrænna stofnana
Ákveðið var að boða menntamálaráðherra og samstarfsráðherra saman á fund Íslandsdeildar Norðurlandaráðs í haust til að fara yfir þetta mál.
03.04.2018 6. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Norræna eldfjallasetrið
Formaður lagði áherslu á að Íslandsdeild Norðurlandaráðs beitti sér sameiginlega í málinu. Ákveðið var að ræða málið aftur á fundi Íslandsdeildarinnar með samstarfsráðherra 4. apríl.
19.01.2018 3. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Norræna eldfjallasetrið
Stefán Stefánsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, sagði frá breytingum á fjárveitingum Norrænu ráðherranefndarinnar til rannsókna. Íslandsdeild Norðurlandaráðs færði upplýsingarnar til bókar.
16.01.2018 2. fundur Íslandsdeildar Norður­landa­ráðs Norræna eldfjallasetrið
Íslandsdeild ákvað að boða samstarfsráðherra á fund til að ræða málið fyrir janúarfundi Norðurlandaráðs. Ritara var falið að athuga hvort föstudagur 19. janúar fyrir hádegi hentar. Norðurlandaskrifstofa utanríkisráðuneytisins mun kanna forsögu málsins og senda Íslandsdeild nánari upplýsingar. Ari Trausti Guðmundsson tók að sér að senda Íslandsdeild skriflegan rökstuðning fyrir því að haldið verði áfram fjárveitingum frá Norrænu ráðherranefndinni til Norræna eldfjallasetursins.