Samantekt um þingmál

Stjórnarskipunarlög

415. mál á 141. löggjafarþingi.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Markmið

Endurskoðun á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944.

Helstu breytingar og nýjungar

Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á gildandi stjórnarskrá. Skoðaðar eru sérstaklega undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar, skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk. Einnig er fjallað um hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins, sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Tillögur eru um ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan, lýðræðislega þátttöku almennings, framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála. Einnig eru í frumvarpinu tillögur sem varða umhverfismál, þar á meðal eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.

Breytingar á lögum og tengd mál

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.

Afgreiðsla

Frumvarpið var óútrætt en samþykkt var í lok 141. þings tímabundin heimild til að breyta stjórnarskránni þannig að afgreiða megi stjórnarskrárbreytingar óháð þingkosningum. Í staðinn er áskilið að breytingarnar þurfi bæði aukinn meiri hluta á Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu. Lögin taka gildi þegar nýkjörið Alþingi hefur samþykkt þau ( 641. mál).

Aðrar upplýsingar

Feneyjanefnd Evrópuráðsins.

Drög að áliti um frumvarp að nýrri stjórnarskrá Íslands (2013). Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum (Feneyjanefndin). Strassbourg.
Draft opinion on the draft new constitution of Iceland (2013). European Commission for Democracy through law (Venice Commission). Strasbourg.

Opinion on the constitution of Finland (2008). European Commission for Democracy through law (Venice Commission). Strassbourg. 

Nýársávarp forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar 1.1.2013. 


Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis - athugasemdir við frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Tilkynning á vef. Althingi.is 29.11.2012.

Skil sérfræðingahóps til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Tilkynning á vef. Althingi.is 12.11.2012.

Stjórnarskrár. Úr völdum vefföngum á vef Alþingis. Þar er að finna tengla í stjórnarskrár ýmissa ríkja og tengt efni.

Kosningavefur innanríkisráðuneytisins. Þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012.

Þjóðaratkvaedi.is. Kynningarvefur Lagastofnunar Háskóla Íslands um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá 2012.

Stjórnlagaráð.
Gagnasafn stjórnlagaráðs. Í gagnasafninu eru greinar, fræðirit, skýrslur og frumvörp sem tengjast stjórnskipan með einum eða öðrum hætti.

Frumvarp til stjórnarskipunarlaga ásamt skýringum : þjóð til þings (2011). Reykjavík. Stjórnlagaráð.

Skýrsla stjórnlaganefndar : þjóð til þings 1. bindi (2011). Reykjavík. Stjórnlaganefnd.
Skýrsla stjórnlaganefndar : þjóð til þings  2. bindi (2011). Reykjavík. Stjórnlaganefnd.

Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Danmarks Riges Gundlov (Grundloven). LOV nr 169 af 05/06/1953.

Finnland
Finlands grundlag 11.6.1999/731.

Noregur
Kongeriget Norges Grundlov, given i Rigsforsamlingen paa Eidsvold den 17de Mai 1814 (Grunnloven). LOV-1814-05-17.

Svíþjóð
Grundlagarna (af vef sænska þingsins).
Kungörelse (1974:152) om beslutad ny regeringsform. (Regeringsformen).
Successionsordning (1810:0926).
Tryckfrihetsförordning (1949:105).
Yttrandefrihetsgrundlag (1991:1469).
Grundlagsutredningen 2004-2008. Um störf nefndar sem vann að endurskoðun á stjórnarskrá Svíþjóðar.


Fjölmiðlaumfjöllun

Dagblöð og tímarit frá hausti 2012

Ágúst Þór Árnason. Feneyjanefnd og sjálfsvirðing. Fréttablaðið 28.11.2012.
Ágúst Þór Árnason (2012). Stjórnarskráin og Feneyjanefndin. Þjóðmál 8 (4) s. 42-48.
Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon. Á að breyta breytingarákvæði? Fréttablaðið 19.2.2013.
Birgir Ármannsson. Verður álit Feneyjanefndar sniðgengið? Morgunblaðið 15.2.2013.
Birgir Ármannsson. Stjórnarskrármálið enn í uppnámi. Morgunblaðið 9.2.2013.
Bjarni Randver Sigurvinsson og Pétur Pétursson. Þjóðkirkjuákvæðið í stjórnarskrá. Morgunblaðið 27.10.2012.
Bjarni Randver Sigurvinsson og Pétur Pétursson. Gildi þjóðkirkjuákvæðis í stjórnarskrá. Morgunblaðið 10.11.2012.
Bjarni Randver Sigurvinsson og Pétur Pétursson. Stjórnlagaráð og nútímalegur trúmálaréttur. Morgunblaðið 16.11.2012.
Björg Thorarensen. Þjóðin er stjórnarskrárgjafi - ekki ráðgjafi. Fréttablaðið 31.10.2012.
Eiríkur Bergmann Einarsson. Upp úr skotgröfunum. Fréttablaðið 15.1.2013.
Elliði Vignisson. Box Pandóru. Morgunblaðið 27.10.2012.
Eyjólfur Ármannsson. Handhafar framkvæmdarvalds. Fréttablaðið 20.11.2012.
Gunnar Helgi Kristinsson (2012). Ráðskast með stjórnarskrá. Stjórnmál og stjórnsýsla 2 (2) s. 565-569.
Haukur Arnþórsson. Lýðræðisáætlun í stað stjórnarskrárbreytingar. Fréttablaðið 30.1.2013.
Hjalti Hugason. Hvers konar þjóðkirkjuákvæði? Fréttablaðið 2.11.2012.
Ingvar Gíslason. Hugleiðingar um stjórnarskrármál. Morgunblaðið 13.11.2012.
Níels Einarsson. Fiskurinn og frumvarpið til stjórnskipunarlaga. Fréttablaðið 2.1.2013.
Ólöf Nordal. Skiptimynt magnvana ráðherra. Morgunblaðið 8.2.2013.
Persónukjör auðveldi hagsmunaöflum að hafa áhrif á störf Alþingis [viðtal]. Morgunblaðið 3.1.2013.
Pavel Bartoszek. Sprengjur Feneyjanefndar. Fréttablaðið 15.2.2013.
Reimar Pétursson. Rökþrota prestur. Fréttablaðið 3.1.2013.
Sigurður Líndal. Algjörlega rangt að segja að þjóðarvilji hafi birst í málinu. Morgunblaðið 4.1.2013.
Sigurður Líndal (2012). Hugtakið þjóðareign. Úlfljótur 65 (1) s. 101-125.
Þorkell Helgason. Stjórnarskráin : Lengi getur gott batnað. Fréttablaðið 16.1.2013.
Þorkell Helgason. Leiðir persónukjör til spillingar? Fréttablaðið 7.2.2013.
Þorkell Helgason. Góð málamiðlun um kosningakerfi. Fréttablaðið 19.2.2013.
Þorvaldur Gylfason. Löng samleið frá Feneyjum. DV 15.2.2013.



Síðast breytt 30.04.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.