Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. maí 2013.  Útgáfa 141b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um búnaðarfræðslu1)

1999 nr. 57 19. mars


    1)Lögin falla brott 1. júlí 2013 skv. l. 56/2013. 8. gr.
Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. júlí 1999. Breytt með l. 71/2004 (tóku gildi 1. jan. 2005), l. 173/2006 (tóku gildi 1. júlí 2007), l. 167/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008), l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við mennta- og menningarmálaráðherra eða mennta- og menningarmálaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Gildissvið, hlutverk og yfirstjórn.
1. gr. [Lög þessi taka til menntastofnana landbúnaðarins sem eru Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli – Háskólinn á Hólum.] 1)
    1)L. 173/2006, 1. gr.
2. gr. [Menntastofnanir landbúnaðarins lúta yfirstjórn [ráðherra], 1) sbr. einnig lög nr. 63/2006, um háskóla, og lög nr. 80/1996, um framhaldsskóla.] 2)
    1)L. 126/2011, 288. gr. 2)L. 167/2007, 15. gr.
3. gr. Með búnaðarfræðslu er átt við skipulegt nám og kennslu, rannsóknir, fræðslu og aðra leiðsögn er lýtur að vörslu, meðferð, ræktun og nytjun lands, annarra jarðargæða og búfjár til framleiðslu matvæla og hráefna til iðnaðarframleiðslu eða annarrar verðmætasköpunar og markaðssetningu þeirra afurða, svo og verndun lands og endurheimt landkosta. Búnaðarfræðsla spannar vísindalegt starf og þekkingarmiðlun um sérsvið landbúnaðar og fjölþættra landnytja, svo sem búvöruframleiðslu, akuryrkju, landgræðslu, garðyrkju, skógrækt, hlunnindi, veiðar í ám og vötnum, fiskeldi og ferðaþjónustu, svo og tæknimál, markaðsmál, vistfræði og umhverfismál sem tengjast þessum sviðum.
Markmið búnaðarfræðslu er:
    a. að veita fræðslu, hagnýta starfsmenntun og háskólamenntun studda rannsóknum fyrir samkeppnishæfan og fjölþættan landbúnað sem byggist á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda landsins,
    b. að veita endurmenntun á þeim námssviðum sem lög þessi taka til.
4. gr.1)
    1)L. 173/2006, 3. gr.
5. gr. [Ráðherra] 1) skal setja [reglugerð] 2) um eftirfarandi þætti í starfsemi menntastofnana landbúnaðarins:
    1. Með hvaða hætti þær uppfylla skyldur sínar um eftirlit með gæðum kennslunnar, hæfni kennara og hvernig ytra gæðaeftirliti skuli háttað.
    2. Með hvaða hætti þær uppfylla rannsóknarhlutverk sitt, skyldur um eftirlit með gæðum rannsóknanna og nýtingu þeirra fjármuna sem til þeirra er varið.
    3. Kærur eða málskotsrétt nemenda í málum þar sem þeir telja brotið á rétti sínum. Slíkar reglur geta falið í sér ákvæði um að kærumál nemenda skuli fara fyrir sérstaka áfrýjunarnefnd sem hafi endanlegt úrskurðarvald.
    [4. Verkaskiptingu á milli skólanna.] 2)
2)
    1)L. 126/2011, 288. gr. 2)L. 71/2004, 3. gr.
6. gr. Menntastofnunum landbúnaðarins ber að hafa í starfi sínu samstarf við aðra skóla og vísindastofnanir hér á landi og erlendis um menntun og rannsóknir. Um þetta er heimilt að gera sérstaka samninga.

II. kafli. Nám og kennsla.
7. gr. [Yfirstjórn hverrar stofnunar tekur ákvörðun um fyrirkomulag kennslu, náms, námsmats og rannsókna og aðra þætti er lúta að málefnum hennar, enda sé ákvörðunin í samræmi við markmið laga þessara skv. 3. gr.] 1)
    1)L. 173/2006, 4. gr.
8. gr. Menntastofnanir landbúnaðarins annast búnaðarnám sem lýkur með skilgreindum prófgráðum búnaðarbrauta, svo og tækni- eða sveinsprófi, háskólanám sem lýkur með skilgreindum námsgráðum, svo sem kandídats- (BS-gráðu), meistara- eða doktorsprófi, og endurmenntun á þeim námssviðum sem fjallað er um í lögum þessum. Nám við skólana skal samhæft áfanga- og einingakerfi framhalds- og háskóla.
9. gr. Nemendur sem hefja nám á búnaðarbrautum skólanna skulu hafa lokið grunnskólanámi eða hafa hlotið jafngilda undirstöðumenntun.
Yfirstjórn hvers skóla setur sérstök viðbótarinntökuskilyrði.
10. gr. [Nemendur sem hefja háskólanám við menntastofnanir landbúnaðarins skulu hafa lokið stúdentsprófi, öðru sambærilegu námi eða búa yfir jafngildum þroska og þekkingu að mati stjórnar háskólans. Háskólaráð getur ákveðið sérstök viðbótarinntökuskilyrði fyrir hverja skilgreinda námsbraut háskólanámsins.
1)] 2)
    1)L. 167/2007, 17. gr. 2)L. 173/2006, 5. gr.
11. gr. Almennt búnaðarnám skólanna skal skipuleggja sem eins til þriggja ára nám. Kennsla skal fara fram í námskeiðum sem metin eru í einingum. Búnaðarnáminu skal ljúka með prófgráðum af búnaðarbrautum eða sveinsprófi sem veitt er þegar nemandi hefur staðist próf í öllum námskeiðum og skilað með fullnægjandi árangri verkefnum sem tilheyra námi til viðkomandi prófgráðu samkvæmt námskrá.
12. gr. [ II. kafli laga nr. 63/2006, sem fjallar um viðurkenningu háskóla, gildir um menntastofnanir landbúnaðarins.] 1)
    1)L. 167/2007, 18. gr.
13. gr. [ III. kafli laga nr. 63/2006, sem fjallar um námsframboð og prófgráður í háskólum, gildir um menntastofnanir landbúnaðarins.] 1)
    1)L. 167/2007, 19. gr.
14. gr. [Viðmið, útgefin af [ráðherra] 1) skv. 5. gr. laga nr. 63/2006, gilda um æðri menntun og prófgráður sem menntastofnanir landbúnaðarins veita.] 2)
    1)L. 126/2011, 288. gr. 2)L. 167/2007, 20. gr.
15. gr. Yfirstjórn hverrar stofnunar skal staðfesta reglur um skráningu nemenda í einstakar námsbrautir þar sem nánar er kveðið á um inntökuskilyrði í viðkomandi námsbraut.
Yfirstjórn hverrar stofnunar tekur ákvörðun um fjárhæð skrásetningar- og kennslugjalda sem nemendum er gert að greiða við upphaf skólaárs. Skrásetningar- og kennslugjöld skulu taka mið af sannanlegum kostnaði vegna innritunar, pappírsvara og kennsluefnis sem skólinn lætur nemendum í té og nauðsynlegt er vegna starfsemi hans.
[Menntastofnunum landbúnaðarins er heimilt að taka gjald fyrir þjónustu sem telst utan þeirrar þjónustu sem þeim er skylt að veita. Þeim er enn fremur heimilt að taka gjöld fyrir endurmenntun og fræðslu fyrir almenning. Háskólaráð hvors skóla skal setja nánari reglur um gjaldtöku og ráðstöfun gjalda samkvæmt ákvæði þessu.] 1)
Þeir einir teljast nemendur menntastofnana landbúnaðarins sem skrásettir hafa verið til náms á hverjum tíma.
    1)L. 173/2006, 8. gr.

III. kafli. Rannsóknir.
16. gr. Við menntastofnanir landbúnaðarins skulu stundaðar rannsóknir. Rannsóknirnar skulu skipulagðar með öðrum rannsóknum á sviði landbúnaðar- og landnýtingar.
Leggja skal áherslu á grunnrannsóknir til öflunar vísindalegrar þekkingar, jafnt sem þróunarvinnu sem felst í að staðfæra þekkingu, sem og markaðsfærslu og vöruþróun afurða. Einnig geta stofnanirnar annast þjónusturannsóknir í þágu landbúnaðar og annarra aðila.
Til að sinna rannsóknarhlutverki sínu skulu stofnanirnar hafa umráð yfir nauðsynlegum búrekstri og hafa aðgang að landi, búfé, húsnæði og tækjum til rannsókna og tilrauna.
17. gr. [Við Landbúnaðarháskóla Íslands skal starfrækt sérstakt rannsóknasvið, sbr. V. kafla laga nr. 64/1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, með síðari breytingum.] 1)
Heimilt er að ráða sérfræðinga að menntastofnunum landbúnaðarins sérstaklega til rannsókna og geta þeir haft kennsluskyldu við viðkomandi stofnun hver á sínu sviði. Við ráðningu sérfræðinga á sviði rannsókna og annarra fræðistarfa við skólana skulu gilda sambærilegar reglur og eiga við um ráðningu kennara, sbr. 26. og 33. gr.
    1)L. 71/2004, 4. gr.
18. gr. Heimilt er að stofna sérstaka rannsóknarsjóði til eflingar rannsóknastarfi stofnananna. Um þá skulu settar skipulagsskrár sem [ráðherra er fer með málefni sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá] 1) staðfestir og þær birtar í Stjórnartíðindum.
    1)L. 126/2011, 288. gr.

IV. kafli. Endurmenntun og leiðbeiningar.
19. gr. Við menntastofnanir landbúnaðarins má starfrækja endurmenntunardeildir á þeim námssviðum sem fjallað er um í lögum þessum.
Yfirstjórn hverrar stofnunar setur nánari reglur um starfshætti endurmenntunardeildar … 1)
    1)L. 173/2006, 9. gr.
20. gr. Menntastofnanir landbúnaðarins geta annast leiðbeiningar og ráðgjöf í landbúnaði og á skyldum sviðum. Um þetta skal gera samninga við hlutaðeigandi fagsamtök og hagsmunaaðila eftir því sem við á hverju sinni.

V. kafli. [Landbúnaðarháskóli Íslands. Stjórn og starfslið.]1)
    1)L. 71/2004, 12. gr.
21. gr. [Landbúnaðarháskóli Íslands er vísindaleg fræðslu- og rannsóknastofnun á háskólastigi á sviði landbúnaðar og garðyrkju sem veitir nemendum sínum fræðslu og vísindalega þjálfun er miðast við að þeir geti tekið að sér sérfræði- og rannsóknastörf í þágu íslensks landbúnaðar og garðyrkju.] 1)
    1)L. 71/2004, 5. gr.
22. gr. [Stjórn Landbúnaðarháskóla Íslands er falin háskólaráði og rektor. Háskólaráð markar stefnu í kennslu og rannsóknum og mótar skipulag skólans.
Rektor er yfirmaður stjórnsýslu háskólans og ber ábyrgð á rekstri hans. Hann ber ábyrgð á gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær séu samþykktar af háskólaráði.
Rektor er æðsti fulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands gagnvart mönnum og stofnunum innan skólans og utan hans. Hann stýrir starfsemi háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki sér heildarstefnu í málefnum skólans. Rektor hefur ráðningarvald yfir öllum starfsmönnum skólans. Verkefni rektors skulu nánar skilgreind í erindisbréfi hans.] 1)
    1)L. 71/2004, 6. gr.
23. gr. [Í háskólaráði eiga sæti:
    1. Rektor sem jafnframt er formaður ráðsins.
    2. Einn fulltrúi skipaður af [ráðherra er fer með málefni landbúnaðar]. 1)
    3. Einn fulltrúi tilnefndur af [ráðherra]. 1)
    4. Tveir fulltrúar tilnefndir af Bændasamtökum Íslands.
    5. Einn fulltrúi tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins.
    6. Einn fulltrúi tilnefndur af háskólaráði Háskóla Íslands.
    7. Einn fulltrúi tilnefndur af starfsmönnum stofnunarinnar.
    8. Einn fulltrúi tilnefndur af nemendum.
[Tilnefna skal og skipa bæði aðal- og varamenn í háskólaráð. [Ráðherra] 1) skipar háskólaráð til þriggja ára í senn.] 2)] 3)
    1)L. 126/2011, 288. gr. 2)L. 173/2006, 10. gr. 3)L. 71/2004, 7. gr.
24. gr. Rektor boðar til funda í háskólaráði. Óski þrír háskólaráðsfulltrúar eftir fundi er rektor skylt að boða til hans. Rektor stýrir fundum ráðsins. Háskólaráðsfundur er ályktunarbær ef tveir þriðju hlutar atkvæðisbærra manna sækja fund hið fæsta. Afl atkvæða ræður úrslitum mála. Ef atkvæði falla jöfn sker atkvæði [formanns] 1) úr. Varamenn sitja fundi háskólaráðs í forföllum aðalmanna.
    1)L. 71/2004, 8. gr.
25. gr. [Ráðherra] 1) skipar rektor til fimm ára [að fenginni umsögn háskólaráðs]. 2) Skal staðan auglýst laus til umsóknar.
Þann einan má skipa í stöðu rektors sem lokið hefur æðri prófgráðu við háskóla og öðlast hefur stjórnunarreynslu.
2)
    1)L. 126/2011, 288. gr. 2)L. 71/2004, 9. gr.
26. gr. Kennarar við [Landbúnaðarháskóla Íslands] 1) eru prófessorar, dósentar, lektorar og stundakennarar. Prófessorar, dósentar og lektorar skulu vera þeir einir sem hafa kennslu og rannsóknir að aðalstarfi. Háskólaráð setur nánari reglur um starfsskyldur fastráðinna kennara.
    1)L. 71/2004, 10. gr.
27. gr. Rektor ræður prófessora, dósenta, lektora og stundakennara. Umsækjendur um prófessors-, dósents- og lektorsstörf skulu láta fylgja umsókn sinni upplýsingar um háskólamenntun sína, vísindastörf og önnur störf, svo og ritsmíðar og rannsóknir.
Kennarar við [Landbúnaðarháskóla Íslands] 1) skulu hafa lokið meistaraprófi hið minnsta eða hafa jafngilda þekkingu og reynslu að mati dómnefndar. Þeir skulu jafnframt hafa sýnt þann árangur í starfi að þeir njóti viðurkenningar á starfssviði sínu.
Skipa skal þriggja manna dómnefnd til þess að dæma um hæfi umsækjenda til að gegna starfi prófessors, dósents eða lektors. Rektor skipar dómnefnd, einn mann eftir tilnefningu [ráðuneytisins] 2) og tvo menn eftir tilnefningu háskólaráðs og skipar rektor annan þeirra formann nefndarinnar. Í dómnefnd má skipa þá eina sem lokið hafa a.m.k. meistaraprófi úr háskóla og skulu a.m.k. tveir nefndarmanna starfa utan háskólans.
Dómnefnd skal láta uppi rökstutt álit um það hvort ráða megi af vísindagildi rita og rannsókna umsækjanda, svo og af námsferli hans og störfum, að hann sé hæfur til að gegna starfinu. Engum manni má veita prófessors-, dósents- eða lektorsstarf nema meiri hluti dómnefndar hafi látið það álit í ljós að hann sé til þess hæfur.
    1)L. 71/2004, 10. gr. 2)L. 126/2011, 288. gr.
28. gr. [Við Landbúnaðarháskóla Íslands skal starfrækja sérstakar búnaðarnámsbrautir og sérstakar starfsmenntanámsbrautir á sviði garðyrkju. Heimilt er að ráða að búnaðar- og starfsmenntanámsbrautum skólans kennara sem ekki uppfylla skilyrði til háskólakennslu skv. 27. gr.
Um yfirstjórn búnaðar- og starfsmenntanáms í Landbúnaðarháskóla Íslands fer eftir ákvæðum 22. og 23. gr. og er rektor skólans jafnframt yfirmaður þess.] 1)
    1)L. 173/2006, 11. gr.

VI. kafli. [Hólaskóli – Háskólinn á Hólum. Stjórn og starfslið.]1)
    1)L. 173/2006, 11. gr.
[29. gr. Hólaskóli er vísindaleg fræðslu- og rannsóknastofnun á háskólastigi sem veitir nemendum sínum fræðslu og vísindalega þjálfun er miðast við að þeir geti tekið að sér sérfræði- og rannsóknastörf á sérsviðum skólans.
Hólaskóli er miðstöð fyrir kennslu og rannsóknir í hrossarækt og hestamennsku, fiskeldi og ferðaþjónustu í dreifbýli.
Við skólann er heimilt að starfrækja alþjóðlega deild í hrossarækt og hestamennsku þar sem innheimta má skólagjöld.
Stjórn Hólaskóla skv. 30. gr. er heimilt að stofna til kennslu eða rannsókna á öðrum fræðasviðum, enda uppfylli starfsemin skilyrði til viðurkenningar samkvæmt lögum nr. 63/2006, um háskóla.] 1)
    1)L. 173/2006, 11. gr.
[30. gr. Stjórn Hólaskóla er falin háskólaráði og rektor. Háskólaráð markar stefnu í kennslu og rannsóknum og mótar skipulag skólans.
Rektor er yfirmaður stjórnsýslu háskólans og ber ábyrgð á rekstri hans. Hann ber ábyrgð á gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær séu samþykktar af háskólaráði. Rektor er æðsti fulltrúi Hólaskóla gagnvart mönnum og stofnunum innan skólans og utan. Hann stýrir starfsemi háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki sér heildarstefnu í málefnum skólans. Rektor hefur ráðningarvald yfir öllum starfsmönnum skólans. Verkefni rektors skulu skilgreind í erindisbréfi hans.] 1)
    1)L. 173/2006, 11. gr.
[31. gr. Í háskólaráði eiga sæti:
    1. Rektor sem jafnframt er formaður ráðsins.
    2. Einn fulltrúi tilnefndur af [ráðherra er fer með málefni landbúnaðar]. 1)
    3. Einn fulltrúi tilnefndur af [ráðherra]. 1)
    4. Einn fulltrúi tilnefndur af háskólaráði Háskóla Íslands.
    5. Einn fulltrúi tilnefndur af [ráðherra er fer með málefni fiskeldis, fiskræktar og skeldýraræktar]. 1)
    6. Einn fulltrúi tilnefndur af [ráðherra er fer með sveitarstjórnarmál]. 1)
    7. Einn fulltrúi tilnefndur af Félagi tamningamanna.
    8. Einn fulltrúi tilnefndur af starfsmönnum stofnunarinnar.
    9. Einn fulltrúi tilnefndur af nemendum.
Tilnefna skal og skipa bæði aðal- og varamenn í háskólaráð. [Ráðherra] 1) skipar háskólaráð til þriggja ára í senn.] 2)
    1)L. 126/2011, 288. gr. 2)L. 173/2006, 11. gr.
[31. gr. a. Rektor boðar til funda í háskólaráði. Óski þrír háskólaráðsmenn eftir fundi er rektor skylt að boða til hans. Rektor stýrir fundum háskólaráðs. Fundur háskólaráðs er ályktunarbær ef tveir þriðju hlutar atkvæðisbærra manna sækja fund hið fæsta. Afl atkvæða ræður úrslitum mála. Ef atkvæði falla jöfn sker atkvæði rektors úr. Varamenn sitja fundi háskólaráðs í forföllum aðalmanna.] 1)
    1)L. 173/2006, 11. gr.
[32. gr. [Ráðherra] 1) skipar í stöðu rektors Hólaskóla til fimm ára að fenginni umsögn háskólaráðs. Skal staðan auglýst laus til umsóknar. Þann einan má skipa í stöðu rektors sem lokið hefur æðri prófgráðu við háskóla og öðlast stjórnunarreynslu.] 2)
    1)L. 126/2011, 288. gr. 2)L. 173/2006, 11. gr.
[33. gr. Kennarar við Hólaskóla eru prófessorar, dósentar, lektorar, aðjunktar og stundakennarar.
Prófessorar, dósentar og lektorar skulu vera þeir einir sem hafa kennslu og rannsóknir að aðalstarfi. Um kröfur til menntunar kennara sem kenna á framhaldsskólastigi fer samkvæmt ákvæðum laga um framhaldsskóla, nr. 80/1996.
Háskólaráð setur nánari reglur um starfsskyldur fastráðinna kennara.] 1)
    1)L. 173/2006, 11. gr.
[34. gr. Rektor ræður prófessora, dósenta, lektora, aðjunkta og stundakennara. Umsækjendur um prófessors-, dósents- og lektorsstörf skulu láta fylgja umsókn sinni upplýsingar um háskólamenntun sína, vísindastörf og önnur störf, svo og ritsmíðar og rannsóknir.
Kennarar við Hólaskóla skulu hafa lokið meistaraprófi hið minnsta eða hafa jafngilda þekkingu og reynslu að mati dómnefndar. Þeir skulu jafnframt hafa sýnt þann árangur í starfi að þeir njóti viðurkenningar á starfssviði sínu.
Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. 33. gr. er heimilt að ráða kennara í verklegum greinum sem hafa aflað sér fullnægjandi þekkingar og starfsþjálfunar á viðkomandi sviði að mati rektors og háskólaráðs.
Skipa skal þriggja manna dómnefnd til þess að dæma um hæfi umsækjenda til að gegna starfi prófessors, dósents eða lektors. Rektor skipar dómnefnd, einn mann eftir tilnefningu [ráðuneytisins], 1) og tvo menn eftir tilnefningu háskólaráðs og skipar rektor annan þeirra formann nefndarinnar. Skal hann hafa sama eða æðra hæfi og um er fjallað, verði því við komið. Í dómnefnd má skipa þá eina sem lokið hafa a.m.k. meistaraprófi úr háskóla og skulu a.m.k. tveir nefndarmanna starfa utan skólans.
Dómnefnd skal láta uppi rökstutt álit um það hvort ráða megi af vísindagildi rita og rannsókna umsækjanda, svo og af námsferli hans og störfum, að hann sé hæfur til að gegna starfinu.
Engum manni má veita prófessors-, dósents- eða lektorsstöðu nema meiri hluti dómnefndar hafi látið það álit í ljós að hann sé til þess hæfur.] 2)
    1)L. 126/2011, 288. gr. 2)L. 173/2006, 11. gr.

VII. kafli. Fjárhagur.
35. gr. Kostnaður við störf menntastofnana landbúnaðarins er greiddur af ríkissjóði samkvæmt fjárlögum. Hver stofnun hefur sjálfstæða fjárveitingu á fjárlögum. [Ráðherra] 1) gerir tillögur um fjárveitingar til hverrar stofnunar.
[Ráðherra] 1) er heimilt að ákveða að við gjaldtöku sé mætt þeim kostnaði sem rekstur stofnananna hefur í för með sér.
    1)L. 126/2011, 288. gr.
36. gr. Menntastofnunum landbúnaðarins er heimilt að afla sértekna með:
    a. [gjöldum], 1) sbr. 15. gr.,
    b. rekstri þjónustustarfsemi sem tengist skólastöðunum,
    c. búrekstri,
    [d. skólagjöldum, sbr. 3. mgr. 29. gr.], 1)
    [e. ] 1) ráðgjafarþjónustu og
    [f. ] 1) öðrum hætti er samrýmist meginverkefnum þeirra.
Menntastofnunum landbúnaðarins er heimilt að koma á fót og eiga aðild að sjálfstæðum rekstrareiningum til styrktar og eflingar meginviðfangsefnum þeirra.
    1)L. 173/2006, 12. gr.

VIII. kafli. Ýmis ákvæði.
37. gr. [Ráðherra] 1) setur nánari reglur um framkvæmd laga þessara með reglugerðum, 2) starfsreglum og samþykktum.
[[Ráðherra] 1) setur með reglugerð nánari ákvæði um skipulag og starfsemi rannsóknasviðs Landbúnaðarháskóla Íslands.] 3)
    1)L. 126/2011, 288. gr. 2)Rg. 244/2003. Rg. 320/2003. 3)L. 71/2004, 14. gr.
38. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1999.
39. gr.1)
    1)L. 71/2004, 15. gr.
40. gr. Jarðirnar Hólar, Hvanneyri og Reykir eru lögbýli og eru með gögnum sínum og gæðum lagðar undir tilheyrandi menntastofnanir. Starfsemin á jörðunum skal þjóna þeim heildarmarkmiðum sem sett eru fyrir hverja stofnun og því hlutverki sem þær gegna í sínu nánasta umhverfi, sem og á landsvísu.

Ákvæði til bráðabirgða.
I. Nemendur sem við gildistöku laga þessara stunda nám í framangreindum skólum eiga rétt á að ljúka prófum samkvæmt gildandi námsskipulagi skólanna við gildistöku laganna. Nemendur geta þó lokið prófum samkvæmt nýju skipulagi skólanna ef þeir kjósa svo.
Skipað og ótímabundið ráðið starfsfólk Bændaskólans á Hvanneyri, Bændaskólans á Hólum og Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum skal halda stöðum sínum. Þeir einir geta þó orðið prófessorar, dósentar og lektorar við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri sem uppfylla kröfur 7. gr. laga nr. 136/1997, um háskóla.
Skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri verður rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri.
Skólastjóri Bændaskólans á Hólum verður skólameistari Hólaskóla og skólastjóri Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum verður skólameistari Garðyrkjuskóla ríkisins.
[II.1) Störf hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi og Rannsóknastofnun landbúnaðarins eru lögð niður við gildistöku laga þessara. Starfsfólki framangreindra stofnana skulu boðin störf hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Þrátt fyrir ákvæði 16. gr. laga þessara skal skipa nýtt háskólaráð frá 1. júlí 2004, eftir ákvæðum 7. gr. laga þessara, þó þannig að í stað rektors skipar landbúnaðarráðherra tímabundið formann háskólaráðs uns rektor Landbúnaðarháskóla Íslands hefur verið skipaður.
Þrátt fyrir ákvæði 16. gr. laga þessara skal skipa rektor Landbúnaðarháskóla Íslands frá 1. ágúst 2004 og skal hann ásamt háskólaráði undirbúa framkvæmd laga þessara.
Við gildistöku laga þessara tekur Landbúnaðarháskóli Íslands við öllum eignum og skuldbindingum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Garðyrkjuskóla ríkisins og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins.
Nemendur sem við gildistöku laga þessara stunda nám í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins eiga rétt á að ljúka námi samkvæmt gildandi námsskipulagi skólanna við gildistöku laganna. Nemendur geta þó lokið prófum samkvæmt nýju skipulagi ef þeir kjósa svo.] 2)
    1)Ákvæðið fylgdi l. 71/2004. 2)L. 71/2004, brbákv.
[III.1) Störf hjá Hólaskóla eru lögð niður við gildistöku laga þessara. Starfsfólki stofnunarinnar skulu boðin störf hjá Hólaskóla – Háskólanum á Hólum.
Þrátt fyrir ákvæði 13. gr. laga þessara skal skipa rektor Hólaskóla og háskólaráð frá 1. janúar 2007 og skal háskólarektor og háskólaráð frá þeim tíma undirbúa framkvæmd laga þessara.
Við gildistöku laga þessara tekur Hólaskóli – Háskólinn á Hólum við öllum eignum og skuldbindingum Hólaskóla, Hólum í Hjaltadal.
Ákvæði 2. gr. kemur til framkvæmda þegar menntastofnanir landbúnaðarins hafa hlotið viðurkenningu, sbr. 1. og 3. gr. laga um háskóla, nr. 63/2006. Nemendur sem við gildistöku laganna stunda nám í Hólaskóla eiga rétt á því að ljúka námi samkvæmt gildandi námsskipulagi skólans við gildistöku laganna. Nemendur geta þó lokið prófum samkvæmt nýju skipulagi ef þeir kjósa svo.
Fyrir 1. júní 2008 skulu lög þessi endurskoðuð til að samræma og auka samvinnu við gæðaeftirlit og námsframboð á háskólastigi, sbr. ákvæði til bráðabirgða í lögum um háskóla, nr. 63/2006.] 2)
    1)Ákvæðið fylgdi l. 173/2006. 2)L. 173/2006, brbákv.
[IV. Þeir sem við gildistöku bráðabirgðaákvæðis þessa eru skipaðir í háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla halda sætum sínum út skipunartímann, nema önnur skipan verði ákveðin. Láti fulltrúi af setu í háskólaráði á skipunartímanum skipar [ráðherra] 1) annan í hans stað á grundvelli tilnefningar eftir því sem við á.
Ákvæði um háskólaráð og stjórnskipan Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla skulu endurskoðuð með tilliti til rammalaga um háskóla.] 2)
    1)L. 126/2011, 288. gr. 2)L. 167/2007, 22. gr.