[Þegar mál þau, sem um ræðir í 2. mgr. 44. gr., koma til meðferðar í Félagsdómi, skulu dómendur þeir, sem tilnefndir eru af Vinnuveitendasambandi Íslands og Alþýðusambandi Íslands, víkja sæti, en í þeirra stað tilnefna stefnandi og stefndur hvor sinn mann úr hópi 18 manna, sem tilnefndir eru í því skyni af Landssambandi iðnaðarmanna, Iðnsveinaráði Alþýðusambands Íslands og Félagi íslenskra iðnrekenda til þriggja ára í senn. Nefnir hvert nefndra samtaka sex menn og jafnmarga til vara. Nú tilnefnir aðili ekki dómara eða ekki næst samkomulag um tilnefninguna milli samaðila máls, og nefnir forseti Félagsdóms þá dómara í hans stað úr hópi sömu manna.]2)
1)Sjá l. 9/1948, 1. gr.2)L. 70/1954, 1. gr.