Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2010.  Útgáfa 138b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um iðnaðarmálagjald1)

1993 nr. 134 31. desember

   1)Lögin falla úr gildi 1. jan. 2011 skv. l. 124/2010, 3. gr.
Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 7. janúar 1994; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 4. gr. Breytt með l. 81/1996 (tóku gildi 19. júní 1996), l. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005), l. 21/2009 (tóku gildi 27. mars 2009) og l. 124/2010 (tóku gildi 24. sept. 2010).

1. gr. Leggja skal 0,08% gjald, iðnaðarmálagjald, á allan iðnað í landinu eins og hann er skilgreindur í 2. gr. Skal gjaldstofn þess vera velta skv. 11. gr. laga um virðisaukaskatt að meðtalinni veltu sem undanþegin er virðisaukaskatti skv. 12. gr. þeirra laga.
1)
2)
Í ríkissjóð skal renna 0,5% af innheimtu iðnaðarmálagjalds skv. 1. mgr. vegna kostnaðar ríkissjóðs við innheimtu þess.
Iðnaðarmálagjald má draga frá tekjum þess rekstrarárs þegar stofn til þess myndaðist.
   1)L. 81/1996, 1. gr.
2)L. 124/2010, 1. gr.
2. gr. [Til iðnaðar telst öll starfsemi sem fellur undir atvinnugreinanúmer sem upp eru talin í viðauka við lög þessi.1)
Undanþegin gjaldinu eru fyrirtæki sem að öllu leyti eru í eign opinberra aðila, svo og fyrirtæki sem stofnuð eru samkvæmt sérstökum lögum til að vera eign opinberra aðila að verulegu leyti nema annars sé getið í þeim lögum.]2)
   1)Sjá Stjtíð. A 1996, bls. 263–264. 2)L. 81/1996, 2. gr.

3. gr. [Iðnaðarmálagjald vegna rekstrarársins 2009 rennur í ríkissjóð. Tekjunum skal varið til verkefna á sviði menntunar og nýsköpunar í iðnaði eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum.
Iðnaðarmálagjald sem innheimtist eftir gildistöku laga þessara en var lagt á vegna rekstrarársins 2008 og fyrr rennur einnig í ríkissjóð og skal ráðstafað með sama hætti.]1)
   1)L. 124/2010, 2. gr.

4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. …

[Viðauki.
Til iðnaðar skv. 1. mgr. 2. gr. skulu teljast eftirtaldar atvinnugreinar samkvæmt Íslenskri atvinnugreinaflokkun, ÍSAT2008:
05Kolanám.
06Vinnsla á hráolíu og jarðgasi.
07Málmnám og málmvinnsla.
08Nám og vinnsla annarra hráefna úr jörðu.
09Þjónustustarfsemi við námuvinnslu.
Úr 10Matvælaframleiðsla.
10.20.4Framleiðsla lagmetis úr fiskafurðum, krabbadýrum og lindýrum.
10.3Vinnsla ávaxta og grænmetis.
10.42Framleiðsla á smjörlíki og svipaðri feiti til manneldis.
10.6Framleiðsla á kornvöru, mjölva og mjölvavöru.
10.7Framleiðsla á bakarís- og mjölkenndum vörum.
10.8Framleiðsla á öðrum matvælum.
10.9Fóðurframleiðsla.
11Framleiðsla á drykkjarvörum.
12Framleiðsla á tóbaksvörum.
13Framleiðsla á textílvörum.
14Fatagerð.
15Framleiðsla á leðri og leðurvörum.
16Framleiðsla á viði, viðarvörum og korki, önnur en húsgagnagerð; framleiðsla á vörum úr hálmi og fléttuefnum.
17Framleiðsla á pappír og pappírsvöru.
18Prentun og fjölföldun upptekins efnis. Þó ekki 18.20.0, fjölföldun upptekins efnis.
19Framleiðsla á koksi og hreinsuðum olíuvörum.
20Framleiðsla á efnum og efnavörum.
21Framleiðsla á lyfjum og efnum til lyfjagerðar.
22Framleiðsla á gúmmí- og plastvörum.
23Framleiðsla á vörum úr málmlausum steinefnum.
24Framleiðsla málma.
25Framleiðsla á málmvörum, að undanskildum vélum og búnaði.
26Framleiðsla á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum.
27Framleiðsla á rafbúnaði og heimilistækjum.
28Framleiðsla á öðrum ótöldum vélum og tækjum.
29Framleiðsla á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum.
30Framleiðsla annarra farartækja.
31Framleiðsla á húsgögnum og innréttingum.
32Framleiðsla, ót.a.
33Viðgerðir og uppsetning vélbúnaðar og tækja.
Úr 38Sorphirða, meðhöndlun og förgun sorps; endurnýting efnis.
38.3Endurnýting efnis.
41Bygging húsnæðis; þróun byggingarverkefna. Þó ekki 41.10.0, þróun byggingarverkefna.
42Mannvirkjagerð.
43Sérhæfð byggingarstarfsemi.
Úr 45Sala, viðgerðir og viðhald á vélknúnum ökutækjum og tengivögnum.
45.2Bílaviðgerðir og viðhald.
Úr 58Útgáfustarfsemi.
58.2Hugbúnaðarútgáfa.
62Þjónustustarfsemi á sviði upplýsingatækni.
Úr 63Starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu.
63.1Gagnavinnsla, hýsing og tengd starfsemi, vefgáttir.
Úr 74Önnur sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi.
74.2Ljósmyndaþjónusta.
95Viðgerðir á tölvum og hlutum til einka- og heimilisnota.
Úr 96Önnur þjónustustarfsemi.
96.02Hárgreiðslu- og snyrtistofur.]1)
   1)L. 21/2009, 1. gr.