149. löggjafarþing — 79. fundur
 18. mars 2019.
Frestun á skriflegum svörum.
ófrjósemisaðgerðir og þungunarrof, fsp. ÞSÆ, 567. mál. — Þskj. 955.
stjórnsýsla og skráning landeigna, fsp. LínS, 565. mál. — Þskj. 950.

[14:03]
Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá heilbrigðisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 955, um ófrjósemisaðgerðir og þungunarrof, frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, og fyrirspurn á þskj. 950, um stjórnsýslu og skráningu landeigna, frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.