136. löggjafarþing — 47. fundur
 9. desember 2008.
búnaðargjald, 1. umræða.
stjfrv., 206. mál (nýr staðall um atvinnugreinaflokkun). — Þskj. 279.

[17:58]
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Einar K. Guðfinnsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um breyting á lögum nr. 84/1997, um búnaðargjald. Hér er ekki um að ræða neina efnislega breytingu, heldur eingöngu verið að bregðast við setningu nýs staðals um atvinnugreinaflokkun í ÍSAT2008 í stað ÍSAT95. Með þessu frumvarpi verða þar með engar efnisbreytingar á álagningu búnaðargjalds.



Frumvarpið gengur til 2. umr. 

Frumvarpið gengur til sjútv.- og landbn.