136. löggjafarþing — 68. fundur.
fjáraukalög 2008, frh. 3. umræðu.
stjfrv., 239. mál. — Þskj. 433, frhnál. 465 og 470, brtt. 464, 466, 467, 468, 469 og 473.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[19:47]

[19:42]
Jón Bjarnason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér kemur til atkvæðagreiðslu fjáraukalagafrumvarp fyrir árið 2008, árið sem bankarnir hrundu, árið sem 17 ára ríkisstjórnarstefna Sjálfstæðisflokksins hrundi. Ríkisstjórnin situr áfram rúin trausti.

Við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins eru fjöldamargir þættir í óvissu. Hver verður kostnaðurinn við hrun bankanna? Hver verður kostnaðurinn við Icesave-reikningana? Þetta fjáraukalagafrumvarp er þess vegna algjörlega ófullkomið og tekur ekki á þeim gríðarlegu þáttum sem enn eru ófærðir á þetta ár.

Við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs munum sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu og vísa allri ábyrgð (Forseti hringir.) á málinu á hendur ríkisstjórninni en þetta er hrun á ríkisstjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins.



[19:43]
Magnús Stefánsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta frumvarp til fjáraukalaga kom ótrúlega seint fram á Alþingi. Það kom fram (Gripið fram í.) þegar 2. umr. um fjárlög hófst, hæstv. iðnaðarráðherra, og ekki er góður bragur á því. Þetta frumvarp er illa reifað og mikilvægar upplýsingar vantar og margt er óljóst.

Ég vek athygli á að margar grunnstofnanir eru látnar draga með sér rekstrarhalla yfir á næsta ár þar sem bætist við niðurskurður fjárheimilda. Ég tel að tekjuáætlun frumvarpsins sé ofáætluð, því miður.

Hv. þingmenn Framsóknarflokksins munu sitja hjá við atkvæðagreiðsluna enda er þetta mál alfarið á ábyrgð stjórnarmeirihlutans á Alþingi.



[19:44]
Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það nauðsynlegasta sem þarf að gera í þjóðfélaginu er að afla meiri tekna. Meira tekjustreymi og meiri atvinna inn í þjóðfélagið er það sem við þurfum að takast á við. Við getum ekki komist í gegnum þá miklu erfiðleika sem hafa birst okkur núna á haustinu og munu birtast okkur á næsta ári bara með því að skera niður, það er algjörlega útilokað.

Við þurfum að horfa sérstaklega til þess að auka tekjurnar, halda atvinnunni, standa vörð um velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, og tryggja að húseigendur þurfi ekki að hverfa frá eignum sínum algjörlega eignalausir.

Þetta eru verkefnin, hæstv. forseti, og þau verðum við að reyna að tryggja sameiginlega, það er ekki gert með núverandi stjórnarstefnu.



[19:45]
Gunnar Svavarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þegar fjárlög þessa árs voru samþykkt í desember á síðasta ári var það leiðarljós stjórnarmeirihlutans að halda úti verkefnum sem þegar höfðu farið af stað, setja ný af stað í anda stjórnarsáttmálans, m.a. á velferðarsviði, m.a. aukningu í tekjutilfærslum og var bótagreiðslum í ríkiskerfinu breytt að verulegu leyti. Síðan þá hafa orðið miklar breytingar í íslensku og alþjóðlegu rekstrar- og fjárhagsumhverfi, hrun og endurreisn bankakerfisins hafa sett mikinn svip á rekstur ríkissjóðs á árinu.

Fjáraukalagafrumvarpið tekur á fjölmörgum þáttum, kemur til móts við uppsafnaðan rekstrarhalla fjölmargra stofnana, m.a. heilbrigðis- og öldrunarstofnana, en auk þess er tekið á lánsfjármögnun og endurmati á heimildargreinum, m.a. heimild til að stofna þrjá nýja ríkisbanka.

Virðulegur forseti. Þegar lögin voru samþykkt var gert ráð fyrir 39 milljarða kr. tekjuafgangi en við tekjufall og útgjaldaauka er ljóst að afgangur verður neikvæður um 6 milljarða kr. og um er að ræða 45 milljarða kr. sveiflu frá því að fjárlögin voru samþykkt.



Brtt. 466,1–47 samþ. með 40 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KaJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  ÓN,  PHB,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GMJ,  GAK,  HöskÞ,  JBjarn,  JM,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
7 þm. (EMS,  HSH,  KVM,  KJak,  KÞJ,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. 466,48 samþ. með 40 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KaJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  ÓN,  PHB,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GMJ,  GAK,  HöskÞ,  JBjarn,  JM,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
7 þm. (EMS,  HSH,  KVM,  KJak,  KÞJ,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[19:48]
Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Ég vildi vekja athygli á því að hér er verið að greiða atkvæði um 549 millj. kr. framlag til Fjármálaeftirlitsins á árinu 2008. Enn liggur ekkert fyrir í raun um hver kostnaður Fjármálaeftirlitsins, skilanefndanna eða annarra þeirra verka sem tengjast hruni viðskiptabankanna verður þannig að hér er bara um ágiskunartölu að ræða. Hver á síðan að bera þennan kostnað þegar upp verður staðið, eru það gömlu bankarnir, nýju bankarnir eða þjóðin? (Gripið fram í.)

Það væri líka fróðlegt að vita á hvaða taxta þeir verktakar sem eru núna inni í bönkunum að vinna við úttekt og stjórnun á þessum málum, þessum bönkum, eru að vinna nú þegar við horfum fram á launalækkanir og atvinnuleysi. (Forseti hringir.) Það skyldu þó ekki vera hæstu verktakataxtar þar á ferðinni? Ég vil að þessi atriði séu (Forseti hringir.) öll skoðuð mjög gaumgæfilega, herra forseti.



[19:49]
Gunnar Svavarsson (Sf):

Virðulegur forseti. Hér eru greidd atkvæði um 549 millj. kr. heimild til handa Fjármálaeftirlitinu en fulltrúar frá fjármálaráðuneyti komu á fund fjárlaganefndar til viðræðna um tekju- og gjaldahlið frumvarpsins. Nefndin kallaði einnig eftir sérstökum skýringum frá Fjármálaeftirlitinu og viðskiptaráðuneytinu vegna þessarar óskar um viðbótarfjárveitingu að upphæð 549 millj. kr. vegna aukakostnaðar sem féll á Fjármálaeftirlitið í kjölfar neyðarlaga nr. 125/2008.

Ítarlegt minnisblað var lagt fram af hálfu viðskiptaráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins á fundi nefndarinnar vegna þessa.



Brtt. 464 samþ. með 41 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KaJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  ÓN,  PHB,  RR,  SKK,  SJS,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖS.
15 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GMJ,  GAK,  HöskÞ,  JBjarn,  JM,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
7 þm. (EMS,  HSH,  KVM,  KJak,  KÞJ,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. 473 samþ. með 55 shlj. atkv.

Brtt. 467 samþ. með 40 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KaJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  ÓN,  PHB,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GMJ,  GAK,  HöskÞ,  JBjarn,  JM,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
7 þm. (EMS,  HSH,  KVM,  KJak,  KÞJ,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. 468 samþ. með 40 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KaJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  ÓN,  PHB,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GMJ,  GAK,  HöskÞ,  JBjarn,  JM,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
7 þm. (EMS,  HSH,  KVM,  KJak,  KÞJ,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Brtt. 469 samþ. með 40 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KaJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  ÓN,  PHB,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GMJ,  GAK,  HöskÞ,  JBjarn,  JM,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
7 þm. (EMS,  HSH,  KVM,  KJak,  KÞJ,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.

Frv., svo breytt, samþ. með 40 shlj. atkv. og sögðu

  já:  ArnbS,  ÁÓÁ,  ÁKÓ,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁMM,  ÁRJ,  ÁMöl,  BÁ,  BjarnB,  BjörgvS,  BjörkG,  BBj,  EKG,  EBS,  GHH,  GuðbH,  GSB,  GÞÞ,  GSv,  HHj,  HerdÞ,  IllG,  ISG,  JóhS,  JónG,  KaJúl,  KÓ,  KLM,  LB,  ÓN,  PHB,  RR,  SKK,  SVÓ,  StB,  ÞKG,  ÞSveinb,  ÖS.
16 þm. (AtlG,  ÁI,  ÁÞS,  BJJ,  EyH,  GMJ,  GAK,  HöskÞ,  JBjarn,  JM,  KolH,  KHG,  MS,  SF,  SJS,  ÖJ) greiddu ekki atkv.
7 þm. (EMS,  HSH,  KVM,  KJak,  KÞJ,  VS,  ÞBack) fjarstaddir.