138. löggjafarþing — 121. fundur
 11. maí 2010.
vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum, frh. 3. umræðu.
stjfrv., 382. mál (heildarlög). — Þskj. 1051.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[14:10]

[14:07]
Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við ræðum hér frumvarp til laga um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum með mjög góðum tilgangi og góðu markmiði en ég get ekki fallist á þvílíkt framsal á ríkisvaldi. Aðilar vinnumarkaðarins geta ákveðið hverjir eiga að bera þessi skírteini, ekki opinberir embættismenn. Þeir eiga að semja um útfærsluna, ekki reglugerð ráðherra. Þeir geta stundað eftirlitsheimsóknir til aðila og fyrirtækja sem ekki heyra undir viðkomandi samtök og þeir eiga að ákveða hvaða gögnum þeir hafi aðgang að. Þeir eiga einnig að fá aðstoð lögreglu til þess að framkvæma þetta eftirlit.

Við erum að breyta verkalýðshreyfingunni í ríkisverkalýðsfélög og samtökum atvinnurekenda í ríkissamtök atvinnurekenda. Ég segi nei við þessu.



Frv.  samþ. með 22:12 atkv. og sögðu

  já:  AMG,  AtlG,  ÁÞS,  ÁsmD,  ÁRJ,  BJJ,  BVG,  EyH,  HHj,  JRG,  KaJúl,  LMós,  MSch,  MPét,  OH,  ÓGunn,  RM,  SkH,  SVÓ,  VBj,  ÞSveinb,  ÞBack.
nei:  BÁ,  BjarnB,  GÞÞ,  JónG,  KÞJ,  ÓBK,  ÓN,  PHB,  REÁ,  RR,  SKK,  UBK.
3 þm. (BirgJ,  MT,  ÞrB) greiddu ekki atkv.
26 þm. (ÁI,  ÁPÁ,  ÁJ,  ÁsbÓ,  EKG,  GuðbH,  GStein,  GBS,  HöskÞ,  JóhS,  JBjarn,  KJak,  KLM,  LRM,  ÓÞ,  SDG,  SER,  SII,  SIJ,  SF,  SJS,  SSv,  TÞH,  VigH,  ÞSa,  ÖS) fjarstaddir.
2 þm. gerðu svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[14:09]
Margrét Pétursdóttir (Vg):

Frú forseti. Með lögum þessum er komið á almennum reglum um vinnustaðaskírteini sem er vel. Vinnustaðaskírteini eru svo sem ekki óþekkt í hinum ýmsu formum. Starfsfólk Landspítala ber á sér slík skírteini og við hér á þessum vinnustað gerum það einnig. Þörfin fyrir þá útfærslu sem nú er að ganga í gegn kom í ljós á þenslutímabilinu sem hófst eftir síðustu aldamót. Eftirlit með þeim fyrirtækjum sem fluttu inn erlent vinnuafl var þarft en ábótavant og voru þá tvö stór verkefni sett í gang með nokkurra ára millibili, Einn réttur — ekkert svindl og svo verkefnið Allt í ljós.

Bæði þessi verkefni miðuðu að því að koma upplýsingum um fyrirtæki og starfsfólk og hvort brotið væri á rétti þessa fólks til stofnana sem með þau málefni höfðu að gera til frekari úrvinnslu. Bæði ASÍ og SA unnu á grundvelli kjarasamnings sameiginlega að því að þessi skírteini yrðu tekin í notkun. Ég mun greiða atkvæði með frumvarpinu.



[14:10]
Óli Björn Kárason (S):

Frú forseti. Það frumvarp sem er að verða hér að lögum er dæmi um lagasetningu sem á ekki að eiga sér stað. Þeir þingmenn sem greiða þessu frumvarpi atkvæði vita ekkert um það hvernig framkvæmd þessara laga verður háttað. Því segi ég nei.