139. löggjafarþing — 130. fundur
 19. maí 2011.
tilkynning um dagskrá.

[10:31]
Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Forseti vill geta þess að atkvæðagreiðslur verða að loknum óundirbúnum fyrirspurnum. Þá fer fram utandagskrárumræða um skattbyrði og skattahækkanir. Málshefjandi er hv. þm. Tryggvi Þór Herbertsson. Hæstv. fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.