141. löggjafarþing — 111. fundur
 26. mars 2013.
gjaldeyrismál, frh. 3. umræðu.
stjfrv., 669. mál (rýmkun heimilda o.fl.). — Þskj. 1317, brtt. 1302 og 1329.

ATKVÆÐAGREIÐSLA

[16:09]

Brtt. 1329 samþ. með 42 shlj. atkv.

Brtt. 1302 samþ. með 42 shlj. atkv.

Frv., svo breytt, samþ. með 41 shlj. atkv. og sögðu

  já:  AtlG,  ÁI,  ÁPÁ,  ÁÞS,  ÁsbÓ,  ÁsmD,  ÁRJ,  BirgJ,  BJJ,  BVG,  EKG,  GuðbH,  GÞÞ,  GBS,  IllG,  JóhS,  JónG,  JRG,  KaJúl,  KÞJ,  LMós,  LGeir,  MT,  OH,  ÓGunn,  ÓÞ,  PHB,  RM,  SDG,  SÁA,  SII,  SIJ,  SF,  SkH,  SJS,  SSv,  TÞH,  UBK,  VBj,  VigH,  ÞSa.
22 þm. (ÁJ,  BÁ,  BjG,  BjarnB,  BjörgvS,  EyH,  GStein,  HHj,  HöskÞ,  JBjarn,  KJak,  KLM,  LRM,  MSch,  MÁ,  REÁ,  RR,  SER,  ÞKG,  ÞrB,  ÖJ,  ÖS) fjarstaddir.
1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu:

[16:10]
Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Ég ætla að samþykkja þetta frumvarp enda felur það í sér að létta á hluta af gjaldeyrishöftunum eða fjármagnshöftunum. Ég vil jafnframt geta þess að um helgina voru sett á fjármagnshöft í evrulandinu Kýpur og jafnframt voru mjög þungar byrðar lagðar á kýpversku þjóðina enda er um að ræða smáríki innan ESB. Ásakanir hafa heyrst um það að Kýpur hafi verið látið taka á sig óeðlilega þungar byrðar þegar þríeykið AGS, Evrópusambandið og Evrópski seðlabankinn neyddu meðal annars kýpverska bankakerfið til að taka á sig helmingslækkun á verðmæti grískra ríkisskuldabréfa.

Frú forseti. ESB leggur þungar byrðar á smáríki evrulandsins. Höfum það í huga.