147. löggjafarþing — 6. fundur
 26. september 2017.
um fundarstjórn.

almennar stjórnmálaumræður.

[23:04]
Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég biðst velvirðingar á þessari athugasemd svona seint. Ein vinsamleg ábending um þingsköp þar sem í 63. gr. segir, með leyfi forseta:

„Á síðari hluta þings skal fara fram almenn stjórnmálaumræða.“

Ég var bara að velta fyrir mér hvort það yrði almenn stjórnmálaumræða, eldhúsdagsumræður, í lok þessa þings eða ekki.



[23:05]
Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Almennt hefur verið miðað við að túlka þetta ákvæði svo að átt sé við að vori.