139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:26]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Engin ríkisstjórn í lýðveldissögunni hefur tekið við stærra þrotabúi og erfiðara endurreisnarstarfi en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún hefur unnið þrekvirki við fordæmalausar aðstæður, gengist í ábyrgð og erfið verkefni af dæmafárri þrautseigju og heilindum. Þess vegna treysti ég engum betur en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur til að endurreisa íslenskt samfélag í anda jöfnuðar, réttlætis og sanngjarnra leikreglna.

Ég segi nei við vantrausti.