144. löggjafarþing — 146. fundur,  3. júlí 2015.

frestun á fundum Alþingis.

815. mál
[10:36]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er ekki tímabært að fresta þessu þingi. Það liggur fyrir mál, nýtt makrílfrumvarp, sem lagt var fram fyrir tveimur dögum síðan. Það var ekki á þeim listum sem samið var um varðandi þinglok. Það frumvarp þarf að fá miklu meiri umræðu, þannig að það er í alvörunni ekki tímabært ef menn ætla að reyna að klára það mál núna í dag, sem menn munu að sjálfsögðu gera. En samt sem áður er það ekki tímabært að við gerum það þannig og þar af leiðandi er ekki tímabært að við frestum fundum Alþingis eins og stendur.