146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

Umhverfisstofnun.

204. mál
[21:45]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek heils hugar undir allt sem kom fram í máli hv. þingmanns. Hér er einmitt verið að taka úr mörgum lögum og setja í eina heildarlöggjöf til þess að auka gagnsæi, til þess að auðvelda ekki síst almenningi og almennum borgurum að átta sig á hlutverki þessarar stofnunar því að hún gegnir mjög mikilvægu hlutverki.

Svo ég svari spurningunni: Jú, það er alveg réttur skilningur, það er ekki verið að breyta neinu efnislega eða bæta við eða neitt slíkt hvað varðar hlutverk stofnunarinnar eða neitt svoleiðis. Það er eingöngu verið að færa það sem hefur verið í bandormum út um allar trissur í mörgum lögum saman undir einn hatt eins og ábendingar Ríkisendurskoðunar hafa borið með sér.