146. löggjafarþing — 47. fundur,  23. mars 2017.

rekstur Klíníkurinnar.

[10:43]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P):

Virðulegi forseti. Það er gott þegar menn eru fljúgandi mælskir og tala gáfulega í desember. Það er náttúrlega best ef menn gera það alla aðra mánuði ársins líka. Ég vil halda áfram að vitna í orð hæstv. ráðherrans frá því í desember, til þess að styrkja hann og styðja einmitt í þessum áformum hans, þ.e. ef ég hef skilið rétt.

„… við teljum að velferðarþjónusta eigi ekki að vera rekin í gróðaskyni. Björt framtíð stendur ekki fyrir og stefnir ekki að og þrýstir ekki á um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu í gróðaskyni, bara svo það sé skýrt.“

Prýðilegt. Nú spyr ég ráðherrann beint út: Ef honum berst umsókn um starfsleyfi frá þessu tiltekna fyrirtæki sem ég nefndi áðan, mun hann segja já eða nei við slíkri umsókn?