146. löggjafarþing — 52. fundur,  3. apr. 2017.

peningamálastefna.

[15:54]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Já, það er svo sannarlega heiðarlegt og gott að vera í ríkisstjórn og berjast fyrir sínum markmiðum. Það eiga stjórnmálamenn að gera og þeir eiga líka að berjast fyrir sínum markmiðum og vera heiðarlegir þó að þeir séu ekki í ríkisstjórn í einhvern tíma. Þannig er bara umgjörð okkar þingræðis. Mér finnst það mjög eðlilegt að við ræðum það hvernig á peningastefnan að vera. Það er margt annað sem við ætlum að breyta. Ef það væri búið að breyta öllu sem mér fyndist að þyrfti að breyta þá þyrfti ég ekki að vera í pólitík lengur, þá væri mínu hlutverki lokið. Það er ekki þannig. Þess vegna er það heiðarlegasta starf sem ég get tekið að mér núna að vera í pólitík og berjast fyrir minni stefnu.