146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar.

378. mál
[19:04]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langaði til þess að spyrja hæstv. ráðherra. Nú gildir þessi aðgerðaáætlun einungis í eitt ár. Mér skilst að samkvæmt barnaverndarlögum eigi að samþykkja svona framkvæmdaáætlanir til fjögurra ára. Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna þetta er gert svona. Mér skilst að þetta sé ekki einsdæmi og aðgerðaáætlunin á undan þessari hafi líka bara verið til eins árs eða rúmlega eins árs. Ég spyr hæstv. velferðarráðherra hvort honum beri ekki að fara eftir lögum þegar verið er að gera svona áætlanir.