146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[13:48]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Forseti vill benda á að þegar gerður er samningur við þingflokksformenn um ræðutíma og þar af leiðandi er takmarkað umræðu- og málfrelsi allra annarra þingmanna er það samningur gerður við forseta. Ef verið er að brjóta þann samning þarf virðulegur forseti, Unnur Brá Konráðsdóttir, að bregðast við því. Ég býst við að hún sé á þessum tímapunkti einmitt að því. Ef hún hefur ekki vitað af þessu bið ég þingverði að vísa því til hennar að þessar umræður eigi sér stað um fundarstjórn forseta.