146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[16:10]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Mér finnst nú einhvern veginn eins og hún sé á flótta undan eigin skoðunum í þessu máli. Ég verð að segja það nákvæmlega eins og er. Sú orðræða sem við áttum þarna í þinginu og þessi orðastaður kom einmitt í kjölfarið á því að það var ljóst að menn vildu ekki setja sérstök jafnréttisákvæði í ákvæði um störf valnefndarinnar og við lýstum því yfir og við treystum því að dómsmálaráðherra færi að jafnréttislögum. Ráðherrann lýsti því líka yfir að hann teldi að þau lög giltu um þetta eins og alla aðra stjórnsýslu í landinu. Ég hef ekki minnst á það einu orði að ráðherrann hafi borið þetta sérstaklega fyrir sig. Ég bendi einfaldlega á þá staðreynd að kynjahlutföll á listanum sem kynntur var eru rétt.