148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

tilhögun þingfundar.

[12:09]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill geta þess áður en gengið er til umræðu um 8. dagskrármálið að samkomulag hefur náðst um það fyrirkomulag umræðu 8. dagskrárliðar að framsögumenn og talsmenn flokka hafi 30 mínútur til framsögu en aðrir þingmenn hafi tíu mínútur. Andsvör verða leyfð og andsvör verða rýmkuð sérstaklega á eftir ræðu framsögumanns meiri hluta fjárlaganefndar, þannig að allir stjórnarandstöðuflokkar sem þess óska komi að fullum tvisvar sinnum tveggja mínútna andsvörum. Eftir það gildir venjulegur andsvararéttur.

Gert er ráð fyrir að umræðunni ljúki í kvöld eða undir nóttina og að atkvæðagreiðsla verði í beinu framhaldi.