148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[13:57]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svörin. Ég er nokkuð viss um að hagfræðingurinn Ágúst Ólafur Ágústsson hefði ekki vaðið inn og breytt stórum grunnkerfum í skattlagningu. Hann veit fullvel að gagnvart atvinnulífinu er það ekki mjög raunsætt mat. Ég ítreka það sem ég sagði í fyrra andsvari, það er 7,1% hækkun á framlagi á föstu verðlagi til heilbrigðisþjónustunnar.

Hér í seinna andsvari vil ég taka undir að sannarlega hefur verið uppsöfnuð fjárfestingarþörf en hér birtist gríðarlegur viðsnúningur þar sem tónninn er gefinn í að mæta þessari uppsöfnuðu þörf. Ég held að hv. þingmaður geti ekki neitað því.