148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[16:31]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við getum kannski ekki vitað hver staðan verður í lok árs. En ég spurði líka hvort við gætum lofað því að staðan yrði ekki sú að það yrði skerðing á þjónustu. Ég sakna svars við spurningu minni af því að mér fannst hún vera skýr, hvort varasjóðir dygðu til að fara upp í það. Kannski gengur rekstur betur og framlegðin verður góð. Miðað við reynslu síðasta árs þá voru þau ekki neitt að bulla í okkur hjá Landspítalanum þegar þau komu fram með rekstrartölur spítalans. Að gefnum ýmsum ef-um varðandi það sem gerðist á árinu virðast rekstrarforsendurnar, alla vega þær sem þau gáfu okkur, standast mjög vel. Það er rosalega lítill munur, 0,1%, eitthvað svoleiðis.

Það er engin ástæða til að efast um það sem talsfólk Landspítalans segir okkur um það mál. Miðað við þær upplýsingar hefði ég viljað (Forseti hringir.) heyra að markmiðið væri að skila ekki í mínus.