148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:28]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp til laga um nákvæmlega það að afnema skerðingar á frítekjumörk launatekna eldri borgara. Ég ítreka skýrslu dr. Hauks Arnþórssonar og segi einfaldlega: Hvers vegna í veröldinni skyldum við ekki láta á það reyna?

Það er alveg rétt sem áður hefur komið fram, hér er einungis verið að tala um afnám skerðinga á atvinnutekjur. Ég veit ekki betur en að það sé full skerðing á allar aðrar tekjur og það séu nákvæmlega þeir hæst launuðu úr þessum hópi sem koma til með að verða skertir vegna lífeyristekna sinna, fjármagnstekna eða annars slíks.

Hæstv. fjármálaráðherra: Hugsaðu þinn gang.