148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

um fundarstjórn.

[11:05]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Mér finnst óþolandi að hæstv. forsætisráðherra geti komið hingað upp og sagt ósatt (Forseti hringir.) í skjóli þess …

(Forseti (SJS): Forseti biður hv. þingmenn að gæta orða sinna.)

Ja, ég ætla að rökstyðja þetta, herra forseti. Hún segir í samtali við hv. þm. Oddnýju Harðardóttur að Samfylkingin hafi ekki lagt fram neinar tekjuöflunarleiðir til stuðnings sínum útgjaldaliðum. Það gerir einmitt þingflokkur Samfylkingarinnar og hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson í 1. minnihlutaáliti og talar um hækkun kolefnisgjalds, tekjutengdan auðlegðarskatt, auknar tekjur af erlendum ferðamönnum, hækkun fjármagnstekjuskatts, auknar arðgreiðslur úr bönkunum, aukin auðlindagjöld og hert skatteftirlit. Tillögur Samfylkingarinnar til breytinga á útgjöldum til aukningar eru minni en það sem ríkisstjórnin er að gefa eftir í sínum fjárlögum og ég endurtek: Mér finnst ekki sæmandi að hæstv. forsætisráðherra segi ekki satt hér í ræðustól.