148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

um fundarstjórn.

[11:13]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég skil það svo að hæstv. forsætisráðherrar hafi tekið gagnrýni þeirrar sem hér stendur á óábyrga hagstjórn, sem felst í því að auka útgjöld og hækka ekki skatta á móti, svo nærri sér að hún getur ekki hækkað barnabætur. Það er sem sagt ástæðan. (Gripið fram í.) Þegar slík rök eru notuð í svari um vaxta- og barnabætur til handa þeim sem verst standa á Íslandi finnst mér fokið í flest skjól fyrir formann Vinstri grænna og hæstv. forsætisráðherra.