148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:57]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf):

Herra forseti. Sú breytingartillaga sem hér eru greidd atkvæði um er mjög einföld. Hún snýst um að leiðrétta það sem kveðið er á um í lögum um tekjuskatt, að líta á stuðningsgreiðslur af ýmsu tagi, einkanlega til öryrkja og örbjarga fólks, sem tekjur, heldur eru þetta bætur vegna sannanlegs kostnaðar. Að litið sé á þær sem tekjur leiðir til þess að allt skerðingarkerfið í almannatryggingalögum mun virka á ýmsa bótaflokka. Það er mikið ranglæti. Þetta eru ekki umtalsverðar fjárhæðir, eins og ég gerði grein fyrir í framsöguræðu minni.

Ég hvet hv. þingmenn eindregið til að styðja þessa breytingartillögu.